Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðið þurfa að spila miklu betur í dag en í fyrri leiknum. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár. Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira
Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Sjá meira