Virkjum krafta frjálsra félagasamtaka Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. febrúar 2024 08:30 Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun