Virkjum krafta frjálsra félagasamtaka Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. febrúar 2024 08:30 Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál. Það að vera í félagi er þroskandi og gefandi fyrir einstaklinginn en ekki síður gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki í gangverki lýðræðis og almannaheillastarfsemi. Í gegnum grasrótarstarf er hægt að hafa mótandi áhrif á samfélagið og láta gott af sér leiða. Starfsemi frjálsra félagasamtaka ómetanleg samfélaginu Frjáls félagasamtök vinna ómælda og verðmæta vinnu í þágu samfélags okkar og almannahagsmuna, drifin áfram af hugsjónum um réttlátari og betri heim. Oft fylla þau í skörð í þjónustu þar sem stjórnvöld hafa enn ekki komið að, eða byrja á nýjungum sem síðar eiga eftir að skila sér inn í „kerfið“. Almannaheillasamtök koma málum á dagskrá og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum afar þýðingarmikið aðhald. Hef mætt ákalli um aukinn stuðning og styrkara rekstrarumhverfi Mörg félagasamtök búa ekki við nægan fyrirsjáanleika í rekstri því nauðsynlegir styrkir eru veittir til skamms tíma í senn, oft ekki lengur en til eins árs. Ég hef lagt áherslu á það sem ráðherra að mæta óskum um samninga til lengri tíma. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra jók ég einnig rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka úr 13 m.kr. árlega í 50 m.kr. sem fór til um 20-25 félagasamtaka. Sem félags- og vinnumarkaðsráðherra tók ég þá ákvörðun að skipta velferðarstyrkjum sem veittir hafa verið til margra ára upp í verkefnastyrki og rekstrarstyrki og hefur það mælst vel fyrir. Ég hef tvöfaldað fjármagn til velferðarstyrkja á þessu kjörtímabili, úr 107 milljónum króna árið 2022 í 220 milljónir króna í ár, auk þess sem samningum við frjáls félagasamtök sem sinna margvíslegri velferðarþjónustu utan þessara styrkja hefur fjölgað. Skattaafsláttur vegna framlaga til almannaheillafélaga Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að almenningur styðji við frjáls félagasamtök sem starfa að almannaheillum með fjárframlögum. Til að hvetja til frekari styrkja voru gerðar breytingar á skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Breytingarnar fólu í sér að einstaklingar geti fengið skattaafslátt upp á allt að 350.000 krónur á ári vegna framlaga til almannaheillafélaga. Með þessu er fólki gert auðveldara um vik til að styrkja almannaheillastarfsemi. Árið 2022 nýttu 96.000 einstaklingar sér þetta úrræði en samanlagt styrktu einstaklingar og fyrirtæki almannaheillasamtök um 6,6 milljarða króna. Frjáls félagasamtök eru driffjöður framfara – tökum þátt Ég hvet öll til þess að nýta sér lýðræðislegan rétt sinn til að ganga í og taka þátt í starfi frjálsra félagasamtaka, sama hvort það er björgunarsveit, góðgerðasamtök, líknarfélög, náttúruverndarsamtök, stjórnmálasamtök eða önnur, allt eftir áhuga og aðstæðum hvers og eins. Þannig virkjum við kraftinn sem í frjálsum félagasamtökum býr og í okkur sjálfum. Til hamingju með alþjóðlegan dag frjálsra félagasamtaka. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun