Fékk á sig tvö víti og lét reka sig af velli í ótrúlegum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 20:16 Sverrir Ingi í leik með Midtjylland. Twitter@fcmidtjylland Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason átti eftirminnilegt kvöld þegar lið hans Midtjylland vann ótrúlegan 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira
Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira