Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 19:25 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira