Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 19:15 Þessir þrír gætu yfirgefið ensku úrvalsdeildina í sumar. Getty Images Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira