Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 15:32 Landsréttur vísaði málinu frá dómi Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira