Vaknaðu núna Ástþór Magnússon skrifar 23. febrúar 2024 11:31 Svokallaðir sérfræðingar í varnarmálum flykkjast nú hver af öðrum í fjölmiðla með áróður hergagnaiðnaðirns að þjóðir Evrópu verði að setja stóraukin fjáraustur í hermangið. Morgunblaðið varar við árás á Ísland Tveimur árum eftir að allt sauð uppúr milli Úkraníu og Rússlands birtir Morgunblaðið grein sem segir: “Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði” þar sem Fabian Hoffmann “sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði” segir að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland ef til átaka kemur á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins. Ég vakti ítekað athygli á þessari hættu í aðdraganda forsetakosninga árið 2016 og skoraði á þjóðina að grípa strax til aðgerða til að afstýra því að við myndum leiðast í styrjöld við Rússland. Íslenskir ráðmenn í fullum herskrúða Í stað þess að grípa til aðgerða til friðar klæddust íslenskir ráðamenn fullum herskrúða og greiddu fyrir vopnaflutninga með skattfé Íslensku þjóðarinnar til stríðs við Rússland. Utanríkisráðherra gerðist sölumaður dauðans fyrir bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nafni Íslensku þjóðarinnar hitti hún bandaríska hershöfðingja í Washington og ferðaðist síðan með þeirra veganesti til leiðtoga Evrópuríkja að þrýsta á aukna fjármuni í hermangið. Ég hef ítrekað undanfarinn áratug varað við því að ef styrjöld brýst út við Rússland gæti það þróast í kjarnorkustyrjöld á milli stórveldanna og slíkt gæti gerst á tiltölulega stuttum tíma. Gæti rústað Reykjavík Flugvöllurinn í Keflavík sem jafnframt gegnir hlutverki herflugvallar svo og kafbátastöðin í Hvalfirði eru augljóst skotmörk í slíkum átökum. Verði kjarnorkusprengjum skotið á þessar herstöðvar sem við Íslendingar hýsum með bandarísku herliði, gæti það lagt Reykjavík í eyði vegna geislavirkni sem líklegt er að myndi færast yfir höfuðborgarsvæðið. Við erum að horfa hér á ógn sem gæti útrýmt stórum hluta Íslensku þjóðarinnar. Á margföldum hljóðhraða Kjarnorkusprengjur myndu líklegast berast utan úr geimnum með langdrægum flaugum á margföldum hljóðhraða. Það er í hraun hlægilegur áróður að halda því fram að við getum varist slíku með einhverjum skotvopnum bandarískra hergagnaframleiðenda. Það er kominn tími til að þjóðin taki á þessum málaflokki af festu og alvöru og hætti þátttöku í stríðleikjum úr smiðjum bandarískra hergagnaframleiðenda sem eru stærsta ógnin við heimsfriðinn í dag. Við getum byrjað á að Virkja Bessastaði til friðarmála, að forseti Íslands í stað þess að tala fyrir hernaði leiði menn saman til viðræðna um varanlegan frið. Afstýrum þriðju heimsstyrjöldinni Við þurfum samhent átak grasrótar, atvinnulífs og stjórnmála til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni sem er nú í fæðingu og mun hellast yfir okkur á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut. Hér eru myndbönd um þetta málefni sem voru birt á vef mínum forsetakosningar.is í aðdraganda forsetakosninga árið 2016: Rússar vara við heimstyrjöld - Heimsfriðurinn hangir á bláþræði Þjóðaröryggistefna sem ógnar Íslendingum Vaknaðu núna! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Svokallaðir sérfræðingar í varnarmálum flykkjast nú hver af öðrum í fjölmiðla með áróður hergagnaiðnaðirns að þjóðir Evrópu verði að setja stóraukin fjáraustur í hermangið. Morgunblaðið varar við árás á Ísland Tveimur árum eftir að allt sauð uppúr milli Úkraníu og Rússlands birtir Morgunblaðið grein sem segir: “Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði” þar sem Fabian Hoffmann “sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði” segir að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland ef til átaka kemur á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins. Ég vakti ítekað athygli á þessari hættu í aðdraganda forsetakosninga árið 2016 og skoraði á þjóðina að grípa strax til aðgerða til að afstýra því að við myndum leiðast í styrjöld við Rússland. Íslenskir ráðmenn í fullum herskrúða Í stað þess að grípa til aðgerða til friðar klæddust íslenskir ráðamenn fullum herskrúða og greiddu fyrir vopnaflutninga með skattfé Íslensku þjóðarinnar til stríðs við Rússland. Utanríkisráðherra gerðist sölumaður dauðans fyrir bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nafni Íslensku þjóðarinnar hitti hún bandaríska hershöfðingja í Washington og ferðaðist síðan með þeirra veganesti til leiðtoga Evrópuríkja að þrýsta á aukna fjármuni í hermangið. Ég hef ítrekað undanfarinn áratug varað við því að ef styrjöld brýst út við Rússland gæti það þróast í kjarnorkustyrjöld á milli stórveldanna og slíkt gæti gerst á tiltölulega stuttum tíma. Gæti rústað Reykjavík Flugvöllurinn í Keflavík sem jafnframt gegnir hlutverki herflugvallar svo og kafbátastöðin í Hvalfirði eru augljóst skotmörk í slíkum átökum. Verði kjarnorkusprengjum skotið á þessar herstöðvar sem við Íslendingar hýsum með bandarísku herliði, gæti það lagt Reykjavík í eyði vegna geislavirkni sem líklegt er að myndi færast yfir höfuðborgarsvæðið. Við erum að horfa hér á ógn sem gæti útrýmt stórum hluta Íslensku þjóðarinnar. Á margföldum hljóðhraða Kjarnorkusprengjur myndu líklegast berast utan úr geimnum með langdrægum flaugum á margföldum hljóðhraða. Það er í hraun hlægilegur áróður að halda því fram að við getum varist slíku með einhverjum skotvopnum bandarískra hergagnaframleiðenda. Það er kominn tími til að þjóðin taki á þessum málaflokki af festu og alvöru og hætti þátttöku í stríðleikjum úr smiðjum bandarískra hergagnaframleiðenda sem eru stærsta ógnin við heimsfriðinn í dag. Við getum byrjað á að Virkja Bessastaði til friðarmála, að forseti Íslands í stað þess að tala fyrir hernaði leiði menn saman til viðræðna um varanlegan frið. Afstýrum þriðju heimsstyrjöldinni Við þurfum samhent átak grasrótar, atvinnulífs og stjórnmála til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni sem er nú í fæðingu og mun hellast yfir okkur á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut. Hér eru myndbönd um þetta málefni sem voru birt á vef mínum forsetakosningar.is í aðdraganda forsetakosninga árið 2016: Rússar vara við heimstyrjöld - Heimsfriðurinn hangir á bláþræði Þjóðaröryggistefna sem ógnar Íslendingum Vaknaðu núna! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun