Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 21:52 Gunnar Valur G. Hermannsson og Barði Páll Böðvarsson, eigendur Pokéhallarinnar. Vísir/Sigurjón Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar. Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar.
Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira