Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 16:28 Landsbankinn leyfir Grindvíkingum að halda föstum vöxtum í nýju húsi. VÍSIR/VILHELM Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira