Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 16:28 Landsbankinn leyfir Grindvíkingum að halda föstum vöxtum í nýju húsi. VÍSIR/VILHELM Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga. Markmið lagasetningarinnar er að verja fjárhag og velferð íbúa í Grindavíkurbæ í ljósi óvissuástands vegna jarðhræringa með því að gefa einstaklingum í bæjarfélaginu kost á að losna undan þeirri áhættu sem fylgi eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að flytja lán sem hvíla á heimilum í Grindavík yfir á nýja fasteign, það er að segja, veðflutningar eru ekki heimilaðir. Geta haldið föstu vöxtunum Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að sé viðskiptavinur með íbúðalán hjá Landsbankanum vegna heimilis í Grindavík og hafi fest vextina á láninu til þriggja eða fimm ára, þá fái hann sömu vaxtakjör á jafnháu nýju íbúðaláni til kaupa á nýrri fasteign sé lánshlutfall (veðhlutfall) sambærilegt og á fyrri fasteign. Vaxtakjörin haldist óbreytt þann tíma sem eftir er af fastvaxtatímabilinu en síðan losni vextirnir, í samræmi við upphaflega lánaskilmála. Í samtali við Vísi segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrú Landsbankans, að um þriðjungur grindvískra lántaka hjá bankanum sé með fasta vexti á húsnæðislánum. Koma til móts við næstum því fyrstu kaupendur Í tilkynningunni segir jafnframt að Landsbankinn hafi ákveðið að Grindvíkingar, sem höfðu keypt sér sína fyrstu íbúð í bænum á tveggja ára tímabilinu áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember 2023, fái felld niður lántökugjöld vegna nýrra íbúðalána líkt og um fyrstu kaup væri að ræða. Ungur fasteignareigandi í Grindavík sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Grindvíkingar í hans stöðu töpuðu margir hverjir öllu sínu eigin fé og kæmu út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins. Þá vekur bankinn athygli á því að allir sem eiga íbúðarhúsnæði í Grindavík geti fengið íbúðalán fyrir allt að 85 prósent af kaupverði íbúðar, líkt og gildir um fyrstu kaupendur. Hámark greiðslubyrðar megi vera allt að 40 prósent af ráðstöfunartekjum, í samræmi við yfirlýsingu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabanka Íslands.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira