Sambýliskona hans, Susanne Schäfer, hefur staðfest fréttirnar við þýska fjölmiðla.Brehme tryggði Þýskalandi heimsmeistaratitilnn á HM á Ítalíu 1990 þegar hann skoraði eina markið í úrslitaleiknum á móti Argentínu.
Hann skoraði þá úr vítaspyrnu í úrslitaleiknum en hafði skorað með vinstri fæti úr aukaspyrnu í undanúrslitaleiknum. Hann var nefnilega svo til jafnfættur.
Andreas Brehme, the scorer of the winning goal for Germany in the World Cup final in 1990, has died aged 63. pic.twitter.com/5R3h5Nzbku
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 20, 2024
Hann lék alls 86 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 8 mörk.
Brehme spilaði jafnan sem vinstri bakvörður en var þekktur fyrir upphlaup sín upp kantinn og að ógna ávallt marki mótherjann með skotum sínum og sendingum.
Brehme lést á heimili sínu í München eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.
Brehme spilaði á sínum tíma fyrir lið Bayern München, Internazionale og Kaiserslautern.
Hann varð þriðji í kosningunni um Gullhnöttinn árið 1990.
Árið 2019 var hann tekinn inn í heiðurshöll þýska fótboltans þar sem fyrir eru goðsagnir eins og Franz Beckenbauer, Lotthar Matthäus og Matthias Sammer.
FC Bayern are extremely saddened by the sudden passing of Andreas Brehme. We extend our deepest sympathies to his family and friends.
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) February 20, 2024
Andreas Brehme will forever be in our hearts, as a World Cup winner and, more importantly, as a very special person. He will forever be part of pic.twitter.com/X3Tichnncp