Dæmdur í fangelsi en finnst ekki Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 17:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa í Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall. Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins. Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að maðurinn hefði verið ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið og tekið síma hans og bíllykla, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeini, bólgu, mar og þreifieymsli yfir kinnbeini og gagnauga og blæðingu við vinstra auga. Í ákæru, sem birt var í Lögbirtingarblaðinu, sagði að ránið hafi verið framið fyrir utan sumarbústað við Svignaskarð í Borgarbyggð í desember árið 2021. Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi ekki sótt þingfestingu málsins og því hefði útivistardómur verið kveðinn upp í því, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að félagi hans hafi hlotið dóm fyrir ránið þann 18. desember. Sá hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundna fangelsisrefsingu. Þá segir að málsmeðferð málsins hefði dregist úr hömlu af ýmsum orsökum sem manninum yrði ekki kennt um. Refsing mannsins, sem sé með hreint sakavottorð, væri því ákveðin með hliðsjón af þessum töfum, sem fari í bága við meginreglu sakamálaréttarfars um hraða málsmeðferð og sé í andstöðu við stjórnarskrána. Sem áður segir var maðurinn dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingar var frestað og látin falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Engan sakarkostnað leiddi af rekstri málsins.
Dómsmál Borgarbyggð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira