Samkvæmt heimildum Vísis er meðal annars um að ræða unga menn sem hafa endurtekið komist í kast við lögin þrátt fyrir aldurinn. Í mörgum tilfellum hafa viðkomandi verið með vopn við hönd, hvort sem er hnífa eða skotvopn.
Lögregla brást við aðstoðarbeiðni úr World Class með því að senda sérsveitarmenn á svæðið. Björn gerði lítið úr atvikinu í samtali við fréttastofu um helgina og taldi ekki tilefni til að ræða það í fjölmiðlum.
Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir útkallið á laugardaginn. Sex einstaklingum hafi verið gefin fyrirmæli um að yfirgefa svæðið.
Samkvæmt heimildum Vísis var Gabríel Douane, 22 ára karlmaður, á meðal þeirra sem vísað var úr baðstofunni. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021. og fleiri líkamsárásir.
Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps.
Fréttin hefur verið uppfærð eftir lýsingar Björns Leifssonar á atvikum. Nánar um það hér.