„Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Fjölmiðlaumfjöllun var mikil í kringum málið og þjóðin var slegin óhug. „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. Í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar lýsir Júlíus Víðir einstakri lífsreynslu sinni og fjögurra skipsfélaga. Alla jólanóttina stóðu mennirnir í ískulda, gegnblautir í jólafötunum einum í hálfbotnlausum gúmmíbáti með sjó upp í hné og klof. Einn var berfættur. Sex félagar þeirra fórust. Í þættinum lýsir Júlíus Víðir einnig ævintýralegri björgun þyrluflugmanna frá danska sjóhernum. Þegar þeir komu að Íslendingunum voru þeir gjörsamlega aðframkomnir í gúmmíbátnum. Líkamshiti eins þeirra var um 27 gráður. Í miklu kapphlaupi við tímann tókst Dönunum svo að lenda á síðustu eldsneytislítrunum á þilfari varðskipsins Vædderen í miklum veltingi. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Báturinn skaust upp í loft eins og raketta „Það var leiðindaveður og skipið lét svolítið illa. Síðan kemur þetta högg, sem ég hélt þá að hefði verið út af brotsjó. Það er heiftarhögg; skipið kastast yfir á bakborðssíðuna. Ég skynjaði strax að þetta var ekki eins og þetta átti að vera, þetta var ekki eðlilegt. Skipið var ekki að fara að rétta sig, allavega ekki í einum grænum. Ég vissi hver mín staða var og hljóp upp í brú til að fara á mína vakt, ásamt flestum úr áhöfninni. Þá verður mér strax ljóst að það er eitthvað óeðlilegt að gera, skipið er ekki að rétta sig,“ rifjar Júlíus upp í þættinum. Farið var strax í aðgerðir til að reyna að rétta skipið við en Júlíus og félagar hans urðu fljótt varir við að það myndi ekki takast. Alla nóttinastóðu Júlíus og hinir skipbrotsmennirnir í ískulda á jólafötunum einum í hálfbotnlausum gúmmíbáti -með sjó upp í hné og klof.Vísir „Það var frekar að það bætist í hallann. Þá komum við að þeim tímapunkti að það er verið að senda út neyðarkall. Ég veit ekki hvað þetta tók langan tíma, en í huganum er þetta örskömm stund.“ Á þessum tímapunkti var meira en 45 gráðu halli á skipinu. Bakborðsbáturinn losnaði frá og var þá gefin skipun um að losa stjórnborðsbátinn. En vegna halla skipsins fór stjórnborðsbáturinn beina leið upp í loft og skaust svo niður aftur. „Og þegar hann kemur niður fer hann í ganginn fyrir neðan brúarpallinn og þar innan um port og þar liggur hylkið í ganginum,“ segir Júlíus en báturinn endaði loks fyrir aftan skipið. „Akkúrat þegar ég ætla að fara út í hann þá hvolfir skipinu alveg,“ segir Júlíus og bætir við á öðrum stað: ,,Það var allt á hvolfi og ég kemst ekkert út. Ég skynja mig þannig að ég sé á leiðinni niður með skipinu. Ég reyndi af öllum lífs og sálárkröftum að komast út. En það bara gengur ekkert. Svo er bara black-out.“ Börðu kjarkinn í hver annan Hann komst að lokum komst upp á yfirborðið. „Ég man þegar ég tók síðustu sundtökin upp á yfirborðið og náði andanum. Þetta var skrýtin upplifun; það er eins og það sé kyrrð yfir öllu. Ég heyri ekki í vindinum eða sjónum og sé bara þennan svarta stóra skugga sem er skipið á hvolfi.“ Þá tók við barátta upp á líf og dauða um að komast um borð í gúmmíbát – sem var með rifinn botn – og lifa af í honum í óralangan tíma. Átta skipbrotsmenn komust upp í gúmmíbátinn og einn þeirra lést stuttu síðar. Þrír náðu ekki til bátsins. Skipbrotsmennirnir höfðust við í bátnum í gegnblautum jólafötunum, skjálfandi og óttaslegnir. Mennirnir reyndu að lensa bátinn og gera hann þurran en það var sama hvað þeir reyndu. Svo kom í ljós að stórt gat var á botni bátsins. Í þættinum lýsir júlíus því annars hvernig honum hefur gengið að vinna úr þessari svakalegu lífsreynslu.Vísir „En við vorum ekkert svartsýnir. Við vissum að neyðarkallið hafði verið móttekið og okkur hafði verið lofað að allt yrði gert til að koma okkur til hjálpar. Við vissum að það voru einhver skip einhvers staðar á ferðinni, en vissum ekkert hvað það væri langt í þau. Við vorum bara, eins og sagt er, „in the middle of nowhere.“ Fimmenningarnir börðust við að bugast ekki og vildu komast til lífsins. „Við brotnuðum ekki og bognuðum ekki. Við héldum bara áfram að berja kjarkinn í hver annan. Alltaf með það í huga að okkur yrði bjargað innan ekki svo langs tíma.“ Reyndi að vera „kaldur kall“ Áhöfn danskrar þyrlu tókst á ævintýralegan hátt að bjarga Júlíusi Víði og félögum hans eftir hádegi á jóladag. Vélinni hafði þá verið flogið langa leið frá varðskipinu Vædderen í því skyni að bjarga Íslendingunum sem voru aðframkomnir. Varðskipið lá við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum þegar útkallið kom á aðfangadagskvöld. Var því þá siglt af stað á fullu í vitlausu veðri í kapphlaupi við tímann í þeirri von að geta sent þyrluna af stað daginn eftir. Þyrlunni var svo flogið af stað frá Vædderen um hádegisbil á jóladag og náðu Danirnir að finna og bjarga Íslendingunum. Líkamshiti eins þeirra, Jóns Snæbjörnssonar, var þá kominn niður í um 27 gráður. Eldsneyti þyrlunnar var að þrotum komið þegar flogið hafði verið til baka að skipinu eftir björgunina. Flugmönnunum tókst að lenda vélinni á þilfari varðskipsins í miklum veltingi. Í þættinum má sjá einstakt myndefni frá hliðstæðum atburðum. Fagnaðarfundir þegar Júlíus og hinir skipbrotsmennirnir koma öruggir í land.Vísir Júlíus segir að það hafi verið sérstök tilfinning að leggjast til svefns þetta kvöld, þegar búið var að bjarga honum og skipsfélögum hans. „Ég var algjörlega búinn og orkulaus, en samt var hugurinn þannig að ég var ekkert að fara sofa. Ég hugsaði: Hvað er ég búinn að koma mér í? Af hverju er þetta að gerast? Af hverju þurfti ég að leggja þetta á aðra, að vera í þessari aðstöðu?“ Aðspurður um hvernig honum hafi gengið að vinna úr þessari reynslu segir Júlíus að það hafi gengið upp og ofan. „Fyrst var þetta bara sett aðeins til hliðar. Fyrsta veturinn voru allir að reyna að sýna manni hlýju og meðaumkun og ég veit ekki hvort það hafi alltaf verið gott fyrir mann. Maður var að reyna að vera þessi kaldi kall sem sjóarar eru. Þetta var svolítið sett í baksætið. Ég upplifi þetta stundum eins og að vera að horfa á bíómynd.“ Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan. Útkall Sjávarútvegur Einu sinni var... Tengdar fréttir Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 „Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar lýsir Júlíus Víðir einstakri lífsreynslu sinni og fjögurra skipsfélaga. Alla jólanóttina stóðu mennirnir í ískulda, gegnblautir í jólafötunum einum í hálfbotnlausum gúmmíbáti með sjó upp í hné og klof. Einn var berfættur. Sex félagar þeirra fórust. Í þættinum lýsir Júlíus Víðir einnig ævintýralegri björgun þyrluflugmanna frá danska sjóhernum. Þegar þeir komu að Íslendingunum voru þeir gjörsamlega aðframkomnir í gúmmíbátnum. Líkamshiti eins þeirra var um 27 gráður. Í miklu kapphlaupi við tímann tókst Dönunum svo að lenda á síðustu eldsneytislítrunum á þilfari varðskipsins Vædderen í miklum veltingi. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Báturinn skaust upp í loft eins og raketta „Það var leiðindaveður og skipið lét svolítið illa. Síðan kemur þetta högg, sem ég hélt þá að hefði verið út af brotsjó. Það er heiftarhögg; skipið kastast yfir á bakborðssíðuna. Ég skynjaði strax að þetta var ekki eins og þetta átti að vera, þetta var ekki eðlilegt. Skipið var ekki að fara að rétta sig, allavega ekki í einum grænum. Ég vissi hver mín staða var og hljóp upp í brú til að fara á mína vakt, ásamt flestum úr áhöfninni. Þá verður mér strax ljóst að það er eitthvað óeðlilegt að gera, skipið er ekki að rétta sig,“ rifjar Júlíus upp í þættinum. Farið var strax í aðgerðir til að reyna að rétta skipið við en Júlíus og félagar hans urðu fljótt varir við að það myndi ekki takast. Alla nóttinastóðu Júlíus og hinir skipbrotsmennirnir í ískulda á jólafötunum einum í hálfbotnlausum gúmmíbáti -með sjó upp í hné og klof.Vísir „Það var frekar að það bætist í hallann. Þá komum við að þeim tímapunkti að það er verið að senda út neyðarkall. Ég veit ekki hvað þetta tók langan tíma, en í huganum er þetta örskömm stund.“ Á þessum tímapunkti var meira en 45 gráðu halli á skipinu. Bakborðsbáturinn losnaði frá og var þá gefin skipun um að losa stjórnborðsbátinn. En vegna halla skipsins fór stjórnborðsbáturinn beina leið upp í loft og skaust svo niður aftur. „Og þegar hann kemur niður fer hann í ganginn fyrir neðan brúarpallinn og þar innan um port og þar liggur hylkið í ganginum,“ segir Júlíus en báturinn endaði loks fyrir aftan skipið. „Akkúrat þegar ég ætla að fara út í hann þá hvolfir skipinu alveg,“ segir Júlíus og bætir við á öðrum stað: ,,Það var allt á hvolfi og ég kemst ekkert út. Ég skynja mig þannig að ég sé á leiðinni niður með skipinu. Ég reyndi af öllum lífs og sálárkröftum að komast út. En það bara gengur ekkert. Svo er bara black-out.“ Börðu kjarkinn í hver annan Hann komst að lokum komst upp á yfirborðið. „Ég man þegar ég tók síðustu sundtökin upp á yfirborðið og náði andanum. Þetta var skrýtin upplifun; það er eins og það sé kyrrð yfir öllu. Ég heyri ekki í vindinum eða sjónum og sé bara þennan svarta stóra skugga sem er skipið á hvolfi.“ Þá tók við barátta upp á líf og dauða um að komast um borð í gúmmíbát – sem var með rifinn botn – og lifa af í honum í óralangan tíma. Átta skipbrotsmenn komust upp í gúmmíbátinn og einn þeirra lést stuttu síðar. Þrír náðu ekki til bátsins. Skipbrotsmennirnir höfðust við í bátnum í gegnblautum jólafötunum, skjálfandi og óttaslegnir. Mennirnir reyndu að lensa bátinn og gera hann þurran en það var sama hvað þeir reyndu. Svo kom í ljós að stórt gat var á botni bátsins. Í þættinum lýsir júlíus því annars hvernig honum hefur gengið að vinna úr þessari svakalegu lífsreynslu.Vísir „En við vorum ekkert svartsýnir. Við vissum að neyðarkallið hafði verið móttekið og okkur hafði verið lofað að allt yrði gert til að koma okkur til hjálpar. Við vissum að það voru einhver skip einhvers staðar á ferðinni, en vissum ekkert hvað það væri langt í þau. Við vorum bara, eins og sagt er, „in the middle of nowhere.“ Fimmenningarnir börðust við að bugast ekki og vildu komast til lífsins. „Við brotnuðum ekki og bognuðum ekki. Við héldum bara áfram að berja kjarkinn í hver annan. Alltaf með það í huga að okkur yrði bjargað innan ekki svo langs tíma.“ Reyndi að vera „kaldur kall“ Áhöfn danskrar þyrlu tókst á ævintýralegan hátt að bjarga Júlíusi Víði og félögum hans eftir hádegi á jóladag. Vélinni hafði þá verið flogið langa leið frá varðskipinu Vædderen í því skyni að bjarga Íslendingunum sem voru aðframkomnir. Varðskipið lá við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum þegar útkallið kom á aðfangadagskvöld. Var því þá siglt af stað á fullu í vitlausu veðri í kapphlaupi við tímann í þeirri von að geta sent þyrluna af stað daginn eftir. Þyrlunni var svo flogið af stað frá Vædderen um hádegisbil á jóladag og náðu Danirnir að finna og bjarga Íslendingunum. Líkamshiti eins þeirra, Jóns Snæbjörnssonar, var þá kominn niður í um 27 gráður. Eldsneyti þyrlunnar var að þrotum komið þegar flogið hafði verið til baka að skipinu eftir björgunina. Flugmönnunum tókst að lenda vélinni á þilfari varðskipsins í miklum veltingi. Í þættinum má sjá einstakt myndefni frá hliðstæðum atburðum. Fagnaðarfundir þegar Júlíus og hinir skipbrotsmennirnir koma öruggir í land.Vísir Júlíus segir að það hafi verið sérstök tilfinning að leggjast til svefns þetta kvöld, þegar búið var að bjarga honum og skipsfélögum hans. „Ég var algjörlega búinn og orkulaus, en samt var hugurinn þannig að ég var ekkert að fara sofa. Ég hugsaði: Hvað er ég búinn að koma mér í? Af hverju er þetta að gerast? Af hverju þurfti ég að leggja þetta á aðra, að vera í þessari aðstöðu?“ Aðspurður um hvernig honum hafi gengið að vinna úr þessari reynslu segir Júlíus að það hafi gengið upp og ofan. „Fyrst var þetta bara sett aðeins til hliðar. Fyrsta veturinn voru allir að reyna að sýna manni hlýju og meðaumkun og ég veit ekki hvort það hafi alltaf verið gott fyrir mann. Maður var að reyna að vera þessi kaldi kall sem sjóarar eru. Þetta var svolítið sett í baksætið. Ég upplifi þetta stundum eins og að vera að horfa á bíómynd.“ Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.
Útkall Sjávarútvegur Einu sinni var... Tengdar fréttir Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 „Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00
Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01
Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00
„Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00