Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2024 08:02 Fjölbreytt mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/vilhelm Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira