Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Anton Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjalína 2 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar