Orkuinnviðum á Suðurnesjum ógnað Anton Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2024 09:01 Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjalína 2 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarir halda uppteknum hætti á Suðurnesjum og telja vísindamenn í raun nýtt tímabil eldsumbrota hafið á svæðinu. Eldgos hófst fimmtudaginn 8.febrúar um kl 6 að morgni. Örfáum klukkustundum síðar höfðu vísindamenn keyrt hraunflæðilíkan sem fól í sér að hætt væri við að hraun frá eldgosinu ógnaði heitavatnslögn frá orkustöð HS Orku í Svartsengi sem flytur heitt vatn til byggðarlaganna á Suðurnesjum. Kl 12:05 sama dag rofnaði heitavatnslögnin eftir að hraunjaðarinn og glóandi hraunið fór yfir hana. Þar með var orðið heitavatnslaust á Suðurnesjum. Sú staðreynd blasið við að hraun hefur runnið nú í tvígang yfir hitaveitulagnir á Suðurnesjum. Í því ljósi hlýtur að teljast að mjög líklegt sé að virkjunin í Svartsengi fari undir hraun í náinni framtíð. Málið var á dagskrá á stjórnarfundi Sambands Sveitarfélaga Suðurnesjum á dögunum þar sem undirritaður situr fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Stjórn SSS bókaði eftirfarandi „Svartasta myndin rættist í síðustu eldgosum í ljósi þess leggur stjórn S.S.S. áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum, m.a. að koma upp öðrum veitum á Reykjanesskaganum til að tryggja heitt vatn og raforku. Ljóst er að ekki dugar lengur að treysta á eina virkjun til húshitunar eins og verið hefur.“ Raforka Suðurnesjamenn þurfa á Suðurnesjalínu 2 að halda og það strax, Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnes heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Heitt vatn Heita vatnið er mikið hagsmunamál fyrir svæðið í heild sinni í raun stórt og veiga mikið öryggismál sem snertir alla Suðurnesjamenn. Hafin er vinna við það að endurvekja lághitaholur á svæðinu með 70 til 100 gráða heitu vatni með það fyrir augum að koma upp eins konar varahitaveitu. sem voru boraðar fyrir um 50 árum. Eru þær holur á Njarðvíkurheiði í Reykjanesbæ og á Rosmhvalanesi í Suðurnesjabæ. Kalt vatn Varavatnsból fyrir Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ er núna tilbúið. Vatnsbólið er staðsett við Árnarétt hjá Garði í Suðurnesjabæ. Ráðist var í verkið í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Suðurnesjum og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið að Lágum við Svartsengi Kalda vatnið er algjör grunnforsenda byggðar og atvinnulífs og það þarf að vera aðgengi að því þegar á reynir. Mikilvægt að þétta samtalið um næstu skref Það liggur í hlutarins eðlis að það þarf að hafa hraðar hendur um næstu skref. 30.000 manna samfélag á Suðurnesjum er undir ásamt starfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Suðurnesjabæ Þétta þarf markvisst samtöl Alþingismanna, Sveitarstjórnarmanna, Sérfræðinga og embættismanna til þess eins að veita málefnum sem snerta innviðaruppbyggingu á Suðurnesjum framgang í stjórnsýslu og stjórnsýslu ákvörðunum vegna þess að það liggur mikið við. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun