Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 20:41 Niðurstaðan er töluvert fjárhagslegt högg fyrir Trump. Getty/Steven Hirsch Dómari í New York hefur dæmt Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, til að greiða 355 milljónir dala í sekt vegna fjársvika. Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira
Niðurstaðan er sögð munu þurrka út nánast allt lausafé Trump og þá má hann ekki reka fyrirtæki í New York næstu þrjú árin. Dómarinn ákvað einnig að eldri synir Trump, Donald Jr. og Eric, skyldu greiða 4 milljónir dala í sekt og mættu ekki fara fyrir fyrirtæki næstu tvö árin. Ákvörðunin hefur það í för með sér að hvorki Trump né synir hans geta farið fyrir Trump-veldinu í New York næstu árin. Trump mun áfrýja sektinni, sem er sögð geta farið upp í 400 milljónir dala með vöxtum. Hann þarf hins vegar að reiða féð fram eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni innan 30 daga. Þá er þess vænst að hann muni krefjast þess að ákvörðuninni um að banna honum og sonum hans að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í New York verði frestað þar til áfrýjunardómstóll hefur fjallað um málið. Situr áfram uppi með eftirlitsaðila New York Times segir Trump hins vegar mögulega lítið geta gert til að fá fá einum þætti dómsins hnekkt; það er framlengingu skipunartíma sérstaks sjálfstæðs eftirlitsaðila innan Trump-samsteypunnar um þrjú ár. Hlutverk eftirlitsaðilans, Barböru Jones, er að vera „augu og eyru“ dómstóla innan samsteypunnar og hafa eftirlit og gera viðvart um öll grunsamleg viðskipti. Trump-fjölskyldan er sögð ævareið vegna eftirlitsins. Trump var fundinn sekur um að hafa gert meira úr virði viðskiptaveldis síns en innistæða var fyrir, í þeim tilgangi að tryggja sér hagstæðari kjör hjá bönkum og öðrum lánveitendum. Saksóknarinn í málinu sagði að jafnvel þótt lánveitendurnir hefðu grætt á viðskiptunum við Trump hefðu þeir engu að síður verið sviknir og sektin endurspeglar meðal annars þann hagnað sem þeir fóru á mis við.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira