Innlent

Bein út­sending: Framtíðarnefnd Al­þingis fjallar um gervi­greind og lýð­ræði

Árni Sæberg skrifar
Halldóra Mogensen er formaður framtíðarnefndar Alþingis.
Halldóra Mogensen er formaður framtíðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu.

Í tilkynningu um málstofuna segir að gestir hennar verði tveir. Annars vegar Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LEX og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hafi víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækniréttar og hafi aðstoðað ríki, sveitarfélög og fyrirtæki við ráðgjöf og innleiðingu öryggis- og verndarráðstafana á sviði upplýsingatækni, netöryggis og persónuverndar. Lára muni fjalla um regluverk Evrópusambandsins um gervigreind með áherslu á grundvallarréttindi einstaklinga, mannlega aðkomu og gagnsæi.

Hinn gesturinn verði Jamie Berryhill, sérfræðingur og verkefnastjóri OECD í gervigreind, sem muni fjalla um stefnumótun alþjóðastofnana í málaflokknum. Jamie hafi veitt stefnumótun í gervigreind forstöðu hjá forseta Bandaríkjanna og búi yfir mikilli þekkingu á alþjóðlegri stefnumótun.

Fundarstjóri sé Halldóra Mogensen, formaður framtíðarnefndar, og í kjölfar erindanna muni nefndarmenn í framtíðarnefnd bera upp spurningar.

Málstofan fer fram í dag á milli 10:30 og 11:30 í Smiðju, Tjarnargötu 9. Hana má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×