Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:55 Leið flugvélarinnar frá Amsterdam til Los Angeles í gegnum lofthelgi Íslands. Airnav.radarbox Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu. Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu.
Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent