Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 18:01 Vinir og vandamenn fögnuðu nýrri plötu Ízleifs, sem kemur út á miðnætti, á Mánabar í Þjóðleikhúsinu. gunnar dagur Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Ljósmyndir af gestum og stemningu hlustunarpartýsins er að finna hér neðar í greininni. Ízleifur hefur undanfarin ár unnið með helstu röppurum landsins; Gísla Pálma, Sturla Atlas og Yung Nigo Drippin', svo einhverjir séu nefndir. Erlingur Freyr Thoroddsen Ízleifur, sem heitir réttu nafni Ísleifur Eldur Illugason, kveðst hafa unnið að plötunni nú í rúm þrjú ár. Hann hefur um hríð verið einn afkastamesti pródusent íslensku rappsenunnar. Ferskur hljómur í anda nýrri strauma rappsenunnar vestanhafs hefur einkennt tónlist Ízleifs hingað til. Það sama er uppi á teningnum á fyrstu plötu hans sem kemur út á miðnætti og ber nafnið Þetta er Ízleifur. Platan er gefin út af plötuútgáfu Priksins, Sticky. Góðum gestum bregður fyrir á plötunni, þar á meðal rapparanum Daniil og söngkonunni GDRN. Þá hefur umbrot og hönnun plötunnar, í höndum Erlings Freys Thoroddsen, vakið verðskuldaða athygli: View this post on Instagram A post shared by IZLEIFUR (@izleifur) Plötuumsslagið er í þema vegabréfs og lögin sjálf skrifuð sem vegabréfsáritanir. Erlingur Freyr Thoroddsen Greina mátti ferskan andblæ í loftinu á Mánabar síðasta þriðjudag og voru gestir sammála um að á ferðinni væri ansi efnileg plötufrumraun. Eins og áður segir er hún væntanleg á streymisveitur á miðnætti. Rapparinn Daniil kemur fram á plötunni.Gunnar Dagur Gestir fögnuðu vel og innilega.Gunnar Dagur Gísli Pálmi lét sig ekki vanta.gunnar dagur Sigfinnur Böðvarsson, Bergþór Másson, Dagur Sigurðarsson og Benedikt Andrason.gunnar dagur GDRN kemur einnig fram á plötunni.gunnar dagur Líkamsræktarfrömuðurinn Gummi Emil ásamt Ízleifi. gunnar dagur Adam Pálsson, Ágúst Beinteinn og Páll Orri ásamt ízleifi.gunnar dagur Tónlistarmaðurinn Lexi Picasso var á svæðinu.gunnar dagur Tónlist Menning Samkvæmislífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ljósmyndir af gestum og stemningu hlustunarpartýsins er að finna hér neðar í greininni. Ízleifur hefur undanfarin ár unnið með helstu röppurum landsins; Gísla Pálma, Sturla Atlas og Yung Nigo Drippin', svo einhverjir séu nefndir. Erlingur Freyr Thoroddsen Ízleifur, sem heitir réttu nafni Ísleifur Eldur Illugason, kveðst hafa unnið að plötunni nú í rúm þrjú ár. Hann hefur um hríð verið einn afkastamesti pródusent íslensku rappsenunnar. Ferskur hljómur í anda nýrri strauma rappsenunnar vestanhafs hefur einkennt tónlist Ízleifs hingað til. Það sama er uppi á teningnum á fyrstu plötu hans sem kemur út á miðnætti og ber nafnið Þetta er Ízleifur. Platan er gefin út af plötuútgáfu Priksins, Sticky. Góðum gestum bregður fyrir á plötunni, þar á meðal rapparanum Daniil og söngkonunni GDRN. Þá hefur umbrot og hönnun plötunnar, í höndum Erlings Freys Thoroddsen, vakið verðskuldaða athygli: View this post on Instagram A post shared by IZLEIFUR (@izleifur) Plötuumsslagið er í þema vegabréfs og lögin sjálf skrifuð sem vegabréfsáritanir. Erlingur Freyr Thoroddsen Greina mátti ferskan andblæ í loftinu á Mánabar síðasta þriðjudag og voru gestir sammála um að á ferðinni væri ansi efnileg plötufrumraun. Eins og áður segir er hún væntanleg á streymisveitur á miðnætti. Rapparinn Daniil kemur fram á plötunni.Gunnar Dagur Gestir fögnuðu vel og innilega.Gunnar Dagur Gísli Pálmi lét sig ekki vanta.gunnar dagur Sigfinnur Böðvarsson, Bergþór Másson, Dagur Sigurðarsson og Benedikt Andrason.gunnar dagur GDRN kemur einnig fram á plötunni.gunnar dagur Líkamsræktarfrömuðurinn Gummi Emil ásamt Ízleifi. gunnar dagur Adam Pálsson, Ágúst Beinteinn og Páll Orri ásamt ízleifi.gunnar dagur Tónlistarmaðurinn Lexi Picasso var á svæðinu.gunnar dagur
Tónlist Menning Samkvæmislífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira