Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 12:52 Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði. Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55