Mayorkas hefur verið ákærður vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en hann er ekki sakaður um nokkurs konar glæp.
Eins og áður segir var ákæran samþykkt með einu atkvæði en síðast kom þingmaður Demókrataflokksins óvænt af sjúkrahúsi til að greiða atkvæði og kom leiðtogum Repúblikanaflokksins á óvart. Því reyndu þeir aftur í gærkvöldi, eftir að einn þingmanna þeirra sneri aftur af sjúkrahúsi og áður en nýr þingmaður Demókrataflokksins snýr til starfa
Sjá einnig: Demókrati nældi í þingsæti Santos
Eins og síðast greiddu þrír þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn því að ákæra. Þeir höfðu áður sagt að það skapi slæmt fordæmi að ákæra embættismann fyrir að framfylgja stefnu forseta. Hann sé ekki sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Þá segja þeir augljóst að Mayorkas verði aldrei sakfelldur í öldungadeildinni, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta.
Þingið ákærði síðast ráðherra fyrir meint embættisbrot árið 1876. Það var William Belknap, stríðsráðherra, sem var sakaður um umfangsmikla spillingu.
Demókratar hafa sakað Repúblikana um að beita ákærum í pólitískum tilgangi. Þeir hafa sömuleiðis sakað Repúblikana um hræsni fyrir að ákæra Mayorkas skömmu eftir að þeir stóðu í vegi framgöngu frumvarps sem innihélt einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum í áratugi.
Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð
Repúblikanar, sem komu að því að semja frumvarpið hefðu náð fram mörgum af baráttumálum sínum á landamærunum en snerust gegn frumvarpinu eftir að Donald Trump, væntanlegur forsetaframbjóðandi flokksins, lýsti því yfir að hann væri mótfallinn frumvarpinu og vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden.

Repúblikanar hafa einnig átt í formlegri rannsókn á Joe Biden, fyrir meint embættisbrot. Sú rannsókn hefur litlum árangri skilað.
Sjá einnig: Hefja formlega rannsókn á Biden
Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann var svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár.
Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur tvisvar sinnum verið ákærður fyrir embættisbrot og hefur hann verið mjög reiður yfir því. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður.
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir í yfirlýsingu að Mayorkas eigi skilið að vera ákærður fyrir embættisbrot. Hann hafi neitað að starfa í samræmi við lög og sagt þinginu ósatt.
My statement on the House voting to impeach Secretary Mayorkas: pic.twitter.com/CwNdm4XQkU
— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 14, 2024