Eyþóra valin íþróttakona ársins í Rotterdam Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 14:31 Eyþóra Þórsdóttir er í hópi fremstu fimleikakvenna heims og keppir á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Tom Weller Fimleikakonan Eyþóra Þórsdóttir var á dögunum útnefnd íþróttakona ársins í Rotterdam í Hollandi, eftir frábæran árangur á bæði EM og HM á síðasta ári. Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Eyþóra er nú að undirbúa sig ásamt hollenska landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt þar á síðasta ári. Eyþóra, sem á íslenska foreldra en er uppalin í Hollandi, varð í sjötta sæti í fjölþraut á HM í Antwerpen í Belgíu í fyrra. Hún vann líka til bronsverðlauna með hollenska liðinu á EM í Antalya í Tyrklandi. Mario Bianchi, sveitarstjórnarmaður í Albrandswaard sem er í nágrenni Rotterdam, veitti Eyþóru blómvönd í vikunni og óskaði henni til hamingju með árangurinn. De Poortugaalse turnster Eythora Thorsdottir werd vandaag gefeliciteerd door wethouder Mario Bianchi met haar award. Zij is namelijk de Rotterdamse sportvrouw van 2023. Bianchi: ,,Het is een eer om haar als sportvrouw in onze gemeente te hebben." Meer op https://t.co/S2wOZXckJZ pic.twitter.com/IjEmZD7IJ4— gem. Albrandswaard (@ALBRANDSWAARDzh) February 12, 2024 Bianchi sagði við Albrandswaards Dagblad: „Frábært afrek. Það er heiður að hafa hana sem íþróttakonu í okkar samfélagi. Við höfum fylgst lengi með Eyþóru og það er stórkostlegt að sjá hana vinna sig inn á Ólympíuleikana eftir þrotlausar æfingar. Við hökkum til að sjá hana á Ólympíuleikunum.“ Eyþóra hefur áður keppt fyrir Holland á tvennum Ólympíuleikum, í Ríó 2016 og Tókýó 2021. Á leikunum í Ríó náði hún níunda sæti í fjölþrautinni og sjöunda sæti í liðakeppninni með Hollandi, en hún rétt missti af að komast í úrslit í fjölþraut í Tókýó og varð í ellefta sæti með hollenska liðinu.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira