Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 14:00 Kristrún Frostadóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í október 2022. Hún var ein í framboði en undir hennar forystu hefur fylgi flokksins vaxið hratt. vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Kristrún, sem hefur notið þess undanfarna mánuði að vera leiðtogi þess flokks sem mælist með mest fylgi á Alþingi í könnunum, ræddi innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Brot úr þættinum má sjá að neðan. „Því að það að koma hingað og sækja um vernd krefst þess að þú hafir komist hingað. Og það vita allir að, eins ótrúlega og það kann að hljóma, þá ertu í sterkari stöðu en margir aðrir ef þú kemur þér alla leið til Íslands. Og á ákvörðun að byggjast á því hvort að þú komist hingað eða ekki eða eigum við að taka á móti fleiri kvótaflóttamönnum til dæmis? Það er ómannúðlegt líka því að ef að fólk ætlar að leggja það á sig að komast hingað þá er það oft að leggja á sig alveg hrottalega vegferð. Margir látast á leiðinni. Við getum ekki haldið því fram að þetta sé sjálfbær leið á því að sinna flóttafólki ef við ætlum að taka á móti yfir höfuð. Og svo hef ég líka sagt að þetta er ósjálfbært því að við erum illa undir þetta búin. Og við virðumst ekki hafa næga stjórn á því hvernig við getum unnið þessar umsóknir og hvernig við tökum við fólki. Og það hlýtur að vera, ef við hugsum þetta út frá jafnaðarsjónarmiði, stefnu jafnaðarflokks sem vill að eitthvað sé mannúðlegt og sanngjarnt, ekki að fólk komi hingað og sé jaðarsett, verðum við að horfa á hagsmuni þess fólks sem við tökum á móti.“ Megi ekki skapa úlfúð og jaðarsetningu Hún segist ekki vera með réttu töluna varðandi fjöldann til að taka á móti en einhvers staðar liggi hún. Huga þurfi að fólkinu sem þegar hafi verið tekið á móti. „Við skuldbindum okkur líka gagnvart þeim einstaklingum að taka vel á móti þeim, geta sinnt þeim og skapa ekki úlfúð, neikvæðni og jaðarsetningu gagnvart þeim sem hingað koma. Þetta á líka við almennt í umræðu um innflytjendur.“ Innflytjendum frá ríkjum Evrópu sem finna sér vinnu á Íslandi í gegnum EES hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Fólk sem sé í umræðunni hér á landi þegar Íslendingar ræði breytingar á íslensku samfélagi, álag á innviði og þar fram eftir götunum. „Þetta er innflytjendastefna sem hefur fyrst og fremst gengið út á að fá hingað fólk í láglaunastörf,“ segir Kristrún. Hún varar við ósjálfbærni sem skapist með stóran hóp af einstaklingum sem þiggi laun sem Íslendingar sætti sig ekki við en samt sé gerð kröfu um að vera ofboðslegir þátttakendur í íslensku samfélagi. Það gangi ekki upp. Danska leiðin Frændur vorir Danir hertu verulega stefnu sína varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2021. Þá samþykkti þingið að heimila yfirvöldum að senda hælisleitendur til ríkja utan Evrópu á meðan þeir biðu niðurstöðu sinna mála. Markmiðið að fækka umsækjendum til muna. Kristrún segist eiga í góðum samskiptum við Mette Frederiksen forsætisráðherra og formann Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, eins og aðra kollega á Norðurlöndum. Hún svarar já og nei aðspurð um hvort hún sé sammála dönsku aðferðafræðinni. „Aðstæður í Danmörku voru náttúrlega aðrar en þær eru uppi hérna. Þetta teygir sig miklu lengra aftur í Danmörku varðandi móttöku flóttafólks frá ákveðnum löndum. Þannig ég held að við þurfum líka að taka mið af ákveðnum aðstæðum. Ég meina þessi umræða hefur líka verið í Noregi og Svíþjóð. Og ég held að margir séu að horfast í augu við það að í sumum tilvikum hafi bara skort ákveðið hreinskiptið samtal um raunverulega hvað væri í gangi og þróunina. Ég held að við þurfum að taka hælisleitendakerfið til gagngerrar skoðunar þar sem að við reynum að finna línu sem að er sanngjörn og mannúðleg og sjálfbærari til lengri tíma.“ Setja verði markmið hér á landi sem hægt sé að standa undir. Landamæri grunnur að jafnaðarstefnu „Það sem hefur kannski verið erfitt að átta sig á er að það hefur verið ákveðið hringl með reglurnar og fólk hefur ekki treyst sér til þess að standa í lappirnar. Það hafa verið gerðar breytingar og fólk virðist ekki átta sig á því hvernig löggjöfin virkar. Það er verið að veita leyfin en svo vill fólk ekki klára það ferli. Og ég held að það skipti rosalega miklu máli að fólk upplifi og skilji að stjórnmálamenn viti að það þarf að hafa stjórn á landamærunum okkar. Ég meina ef við tölum bara um jafnaðarstefnuna í grunninn. Hún byggir á því að þú ert með skatta, þú ert með samfélagslegt traust, og þú ert með samtryggingu. Auðvitað byggir það á því að þú hafir landamæri. Eðli málsins samkvæmt. Ef þú ætlar að reka velferðarsamfélag þá þarftu að vera með lokað kerfi að því leytinu til. Það þýðir ekki að það sé ekki svigrúm til að taka á móti fólki en þú verður að gera það eftir ákveðnu kerfi. Og eins og ég segi, við hljótum, sem jafnaðarmannaflokkur, að vilja halda í ákveðin gildi í okkar samfélagi.“ Kristrún segir enga lausn til framtíðar að hingað komi útlendingar sem sinni láglaunastörfum og geti varla lifað af launum sínum. Það skapi jaðarsetningu og fólk aðlagist ekki samfélaginu.Vísir/Vilhelm Gildin séu tækifæri, réttlæti og að forðast lagskipt samfélag. Það sé ekki í anda jafnaðarstefnu, hvort sem um sé að ræða hælisleitendur eða innflytjendur, að búa til jaðarsetningu í samfélaginu vegna þess að samfélagið sé ekki tilbúið í umræðu um hvaða skref eigi að stíga í þessum málaflokkum. „Þetta er ekki bara út af hælisleitendmaálum. Þetta er líka þróun í atvinnumálum á Íslandi. Mjög stór hluti fólks fer í þessi láglaunastörf. Við vildum að fólk dreifðist víðar um kerfið. Það væri betra upp á aðlögun, aðgengi að íslenskukennslu, að börn fólks blandist saman með víðari hætti.“ Metta hafi ákveðið að fara ákveðnar leiðir byggt á sögu hjá Dönum, hverjum þeir tóku á móti og hvar fólk var komið í kerfið. „Við erum á öðrum stað og verðum að finna okkar leið.“ Raunsætt kerfi í anda Norðurlandanna Hún vill að Ísland gangi í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfið. „Ég er sammála því sjónarmiði, að ef við erum að tala um hælisleitendakerfi, þá á Ísland ekkert að skera sig úr frá Norðurlöndum. Ég meina við verðum auðvitað bara að ganga í takt við aðrar þjóðir hvað það varðar. Og það þýðir ekki að við séum ekki með mannúð að sjónarmiði. En við þurfum að vera með pragmatík og raunsæi að sjónarmiði. Því okkur ber skylda að passa upp á kerfin okkar líka.“ Kristrún Frostadóttir og félagar í Samfylkingunni hafa aukið fylgi sitt verulega undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Hún vill hreinskipta umræðu um þessi mál. „Ég held það skipti ótrúlega miklu máli að gera ekki lítið úr áhyggjum fólks af því að við lifum í breyttum heimi. Það er bara til þss fallið að hrekja fólk út í einhverjar öfgar. Það er ekki sjálfgefið að halda því fram að svona hraðar og miklar breytingar, sem hafa til dæmis átt sér stað á Íslandi ekki bara út af hælisleitenudm heldur almennu innflytjendaumhverfi, hafi ekki áhrif á fólk. Það er ekkert óeðlilegt að fólk spyrji sig spurninga hvað þetta varðar. Mín skylda sem forystukona í stjórnmálum að vera ekki að stimpla fólk fyrir að vilja taka umræðuna.“ Alls konar hagsmunahópar takist á Þá sé mikilvægt að hugsa í lausnum. „Svo verð ég að hugsa hvort ég vilji fá auðveld stig á kostnað einhverra einstaklinga eða hvað get ég raunsætt gert í málinu?“ Hún skilji að þessi togstreita sé til staðar. Það sé þó hennar hlutverk sem forystukona í stjórnmálum að huga að hagsmunum almennings. „Það eru alls konar hagsmunahópar að berjast fyrir alls konar hagsmunum. Í pólitík þarftu að huga að almannahagsmunum, heildinni og hvernig það spilar saman. Ég veit alveg að ef kerfin okkar eru undir of miklu álagi þá hefur það áhrif á þá sem nota kerfin mest annars staðar.“ Hún tekur sem dæmi dóttur sína sem líði að líkindum einna minnst fyrir slík áhrif. Hún búi á stabílu heimili og fjöldi sérkennara eða aðrar breytingar vegna fjölda barna af erlendum uppruna hafi ekki áhrif á hana. En svo búi einhver annar í sömu götu sem gæti liðið fyrir of mikið álag á kerfið. Kennarar ekki með rasistagleraugu „Það er ekki rétt að hundsa þann veruleika. Við eigum að hlusta á fólkið í framlínunni, hvort sem það eru kennarar, heilbirgðisstarfsfólk eða víðar. Þar er fólk ekki að nálgast þetta með neinum rasistagleraugum. Það er bara að horfa á veruleikann sem er uppi.“ Það sé eilíf áskorun að bæta innviðina í samfélaginu. „Það sem við þurfum að vera hreinskilin um er hversu hratt við getum bætt þá, hvað það kostar að gera það og hvort kjósendur séu tilbúnir að borga fyrir það.“ Þar sé mikilvægt að halda ekki áfram að skapa hér störf með svo lág laun að fólk geti ekki lifað á þeim. „Það vill enginn horfa upp á það gerast.“ Kristrún segist hafa skilning á nýlegum lögum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. „Ég skil þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að það sé verið að vista fólk á Hólmsheiði. Vegna þess að við erum ekki með úrræði fyrir fólk. Það er það sem að við höfum verið að gera í dag. Það er verið að vista fólk í fangelsum. Þannig að í því samhengi þarf að grípa til einhverra úrræða. Án þess að hafa kynnt mér þetta í smáatriðum, því að þetta á náttúrlega eftir að fá þinglega meðferð. Mín fyrstu viðbrögð eru þau, mér finnst ekkert óeðlilegt og bara í rauninni eðlilegt að það hafi einhver áhrif á þig í kerfinu ef að þú virðir ekki niðurstöðu í útkomu gagnvart rétti þínum að dvelja áfram í landinu. Auðvitað á það að hafa einhverjar afleiðingar. Því að ef við tölum um sanngirni. Það er fullt af fólki sem sækir hér um og fær nei og fer bara. Svo er líka fullt af fólki sem að sækir um og ætti að fá já. En kerfið nær mögulega ekki að vinna úr því að það eru margir aðrir í kerfinu. Þannig við þurfum líka að nálgast þetta þannig,“ segir Kristrún. Engin lausn að hrekja fólk á götuna „Í tilviki staks einstaklings sem að fékk neitun og fólki finnst það ósanngjarnt þá er það auðvitað hræðilegt. En það eru aðrir annarstaðar í línunni skilurðu og það ber að virða þá niðurstöðu. Þannig að í þessum fáu tilvikum þar sem þetta kemur upp og fólk virðir ekki niðurstöðu þá finnst mér ekkert óeðlilegt að því fylgi afleiðingar. Ég set hins vegar stór spurningarmerki að það eigi að vista börn í svona úrræðum. Mér finnst það undir engum kringumstæðum ásættanlegt. Því að börn taka auðvitað ekki ákvörðun um það hverskonar vegferð foreldrar þeirra fara með sig í. Og hvort foreldrar þeirra virði úrskurði og hvað sem það svo sem er.“ Hún bætir við að miklu eðlilegra hefði verið að koma upp úrræði áður en frumvarpið varð að lögum og þetta fólk, sem neitaði að yfirgefa landið, var svipt allri þjónustu. „Það er engin lausn að hrekja fólk á götuna ef þú veist að það lendir bara á sveitarfélaginu.“ Áskrifendur geta hlustað á þáttinn í heild sinni hér . Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kristrún, sem hefur notið þess undanfarna mánuði að vera leiðtogi þess flokks sem mælist með mest fylgi á Alþingi í könnunum, ræddi innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Brot úr þættinum má sjá að neðan. „Því að það að koma hingað og sækja um vernd krefst þess að þú hafir komist hingað. Og það vita allir að, eins ótrúlega og það kann að hljóma, þá ertu í sterkari stöðu en margir aðrir ef þú kemur þér alla leið til Íslands. Og á ákvörðun að byggjast á því hvort að þú komist hingað eða ekki eða eigum við að taka á móti fleiri kvótaflóttamönnum til dæmis? Það er ómannúðlegt líka því að ef að fólk ætlar að leggja það á sig að komast hingað þá er það oft að leggja á sig alveg hrottalega vegferð. Margir látast á leiðinni. Við getum ekki haldið því fram að þetta sé sjálfbær leið á því að sinna flóttafólki ef við ætlum að taka á móti yfir höfuð. Og svo hef ég líka sagt að þetta er ósjálfbært því að við erum illa undir þetta búin. Og við virðumst ekki hafa næga stjórn á því hvernig við getum unnið þessar umsóknir og hvernig við tökum við fólki. Og það hlýtur að vera, ef við hugsum þetta út frá jafnaðarsjónarmiði, stefnu jafnaðarflokks sem vill að eitthvað sé mannúðlegt og sanngjarnt, ekki að fólk komi hingað og sé jaðarsett, verðum við að horfa á hagsmuni þess fólks sem við tökum á móti.“ Megi ekki skapa úlfúð og jaðarsetningu Hún segist ekki vera með réttu töluna varðandi fjöldann til að taka á móti en einhvers staðar liggi hún. Huga þurfi að fólkinu sem þegar hafi verið tekið á móti. „Við skuldbindum okkur líka gagnvart þeim einstaklingum að taka vel á móti þeim, geta sinnt þeim og skapa ekki úlfúð, neikvæðni og jaðarsetningu gagnvart þeim sem hingað koma. Þetta á líka við almennt í umræðu um innflytjendur.“ Innflytjendum frá ríkjum Evrópu sem finna sér vinnu á Íslandi í gegnum EES hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Fólk sem sé í umræðunni hér á landi þegar Íslendingar ræði breytingar á íslensku samfélagi, álag á innviði og þar fram eftir götunum. „Þetta er innflytjendastefna sem hefur fyrst og fremst gengið út á að fá hingað fólk í láglaunastörf,“ segir Kristrún. Hún varar við ósjálfbærni sem skapist með stóran hóp af einstaklingum sem þiggi laun sem Íslendingar sætti sig ekki við en samt sé gerð kröfu um að vera ofboðslegir þátttakendur í íslensku samfélagi. Það gangi ekki upp. Danska leiðin Frændur vorir Danir hertu verulega stefnu sína varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2021. Þá samþykkti þingið að heimila yfirvöldum að senda hælisleitendur til ríkja utan Evrópu á meðan þeir biðu niðurstöðu sinna mála. Markmiðið að fækka umsækjendum til muna. Kristrún segist eiga í góðum samskiptum við Mette Frederiksen forsætisráðherra og formann Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, eins og aðra kollega á Norðurlöndum. Hún svarar já og nei aðspurð um hvort hún sé sammála dönsku aðferðafræðinni. „Aðstæður í Danmörku voru náttúrlega aðrar en þær eru uppi hérna. Þetta teygir sig miklu lengra aftur í Danmörku varðandi móttöku flóttafólks frá ákveðnum löndum. Þannig ég held að við þurfum líka að taka mið af ákveðnum aðstæðum. Ég meina þessi umræða hefur líka verið í Noregi og Svíþjóð. Og ég held að margir séu að horfast í augu við það að í sumum tilvikum hafi bara skort ákveðið hreinskiptið samtal um raunverulega hvað væri í gangi og þróunina. Ég held að við þurfum að taka hælisleitendakerfið til gagngerrar skoðunar þar sem að við reynum að finna línu sem að er sanngjörn og mannúðleg og sjálfbærari til lengri tíma.“ Setja verði markmið hér á landi sem hægt sé að standa undir. Landamæri grunnur að jafnaðarstefnu „Það sem hefur kannski verið erfitt að átta sig á er að það hefur verið ákveðið hringl með reglurnar og fólk hefur ekki treyst sér til þess að standa í lappirnar. Það hafa verið gerðar breytingar og fólk virðist ekki átta sig á því hvernig löggjöfin virkar. Það er verið að veita leyfin en svo vill fólk ekki klára það ferli. Og ég held að það skipti rosalega miklu máli að fólk upplifi og skilji að stjórnmálamenn viti að það þarf að hafa stjórn á landamærunum okkar. Ég meina ef við tölum bara um jafnaðarstefnuna í grunninn. Hún byggir á því að þú ert með skatta, þú ert með samfélagslegt traust, og þú ert með samtryggingu. Auðvitað byggir það á því að þú hafir landamæri. Eðli málsins samkvæmt. Ef þú ætlar að reka velferðarsamfélag þá þarftu að vera með lokað kerfi að því leytinu til. Það þýðir ekki að það sé ekki svigrúm til að taka á móti fólki en þú verður að gera það eftir ákveðnu kerfi. Og eins og ég segi, við hljótum, sem jafnaðarmannaflokkur, að vilja halda í ákveðin gildi í okkar samfélagi.“ Kristrún segir enga lausn til framtíðar að hingað komi útlendingar sem sinni láglaunastörfum og geti varla lifað af launum sínum. Það skapi jaðarsetningu og fólk aðlagist ekki samfélaginu.Vísir/Vilhelm Gildin séu tækifæri, réttlæti og að forðast lagskipt samfélag. Það sé ekki í anda jafnaðarstefnu, hvort sem um sé að ræða hælisleitendur eða innflytjendur, að búa til jaðarsetningu í samfélaginu vegna þess að samfélagið sé ekki tilbúið í umræðu um hvaða skref eigi að stíga í þessum málaflokkum. „Þetta er ekki bara út af hælisleitendmaálum. Þetta er líka þróun í atvinnumálum á Íslandi. Mjög stór hluti fólks fer í þessi láglaunastörf. Við vildum að fólk dreifðist víðar um kerfið. Það væri betra upp á aðlögun, aðgengi að íslenskukennslu, að börn fólks blandist saman með víðari hætti.“ Metta hafi ákveðið að fara ákveðnar leiðir byggt á sögu hjá Dönum, hverjum þeir tóku á móti og hvar fólk var komið í kerfið. „Við erum á öðrum stað og verðum að finna okkar leið.“ Raunsætt kerfi í anda Norðurlandanna Hún vill að Ísland gangi í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfið. „Ég er sammála því sjónarmiði, að ef við erum að tala um hælisleitendakerfi, þá á Ísland ekkert að skera sig úr frá Norðurlöndum. Ég meina við verðum auðvitað bara að ganga í takt við aðrar þjóðir hvað það varðar. Og það þýðir ekki að við séum ekki með mannúð að sjónarmiði. En við þurfum að vera með pragmatík og raunsæi að sjónarmiði. Því okkur ber skylda að passa upp á kerfin okkar líka.“ Kristrún Frostadóttir og félagar í Samfylkingunni hafa aukið fylgi sitt verulega undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Hún vill hreinskipta umræðu um þessi mál. „Ég held það skipti ótrúlega miklu máli að gera ekki lítið úr áhyggjum fólks af því að við lifum í breyttum heimi. Það er bara til þss fallið að hrekja fólk út í einhverjar öfgar. Það er ekki sjálfgefið að halda því fram að svona hraðar og miklar breytingar, sem hafa til dæmis átt sér stað á Íslandi ekki bara út af hælisleitenudm heldur almennu innflytjendaumhverfi, hafi ekki áhrif á fólk. Það er ekkert óeðlilegt að fólk spyrji sig spurninga hvað þetta varðar. Mín skylda sem forystukona í stjórnmálum að vera ekki að stimpla fólk fyrir að vilja taka umræðuna.“ Alls konar hagsmunahópar takist á Þá sé mikilvægt að hugsa í lausnum. „Svo verð ég að hugsa hvort ég vilji fá auðveld stig á kostnað einhverra einstaklinga eða hvað get ég raunsætt gert í málinu?“ Hún skilji að þessi togstreita sé til staðar. Það sé þó hennar hlutverk sem forystukona í stjórnmálum að huga að hagsmunum almennings. „Það eru alls konar hagsmunahópar að berjast fyrir alls konar hagsmunum. Í pólitík þarftu að huga að almannahagsmunum, heildinni og hvernig það spilar saman. Ég veit alveg að ef kerfin okkar eru undir of miklu álagi þá hefur það áhrif á þá sem nota kerfin mest annars staðar.“ Hún tekur sem dæmi dóttur sína sem líði að líkindum einna minnst fyrir slík áhrif. Hún búi á stabílu heimili og fjöldi sérkennara eða aðrar breytingar vegna fjölda barna af erlendum uppruna hafi ekki áhrif á hana. En svo búi einhver annar í sömu götu sem gæti liðið fyrir of mikið álag á kerfið. Kennarar ekki með rasistagleraugu „Það er ekki rétt að hundsa þann veruleika. Við eigum að hlusta á fólkið í framlínunni, hvort sem það eru kennarar, heilbirgðisstarfsfólk eða víðar. Þar er fólk ekki að nálgast þetta með neinum rasistagleraugum. Það er bara að horfa á veruleikann sem er uppi.“ Það sé eilíf áskorun að bæta innviðina í samfélaginu. „Það sem við þurfum að vera hreinskilin um er hversu hratt við getum bætt þá, hvað það kostar að gera það og hvort kjósendur séu tilbúnir að borga fyrir það.“ Þar sé mikilvægt að halda ekki áfram að skapa hér störf með svo lág laun að fólk geti ekki lifað á þeim. „Það vill enginn horfa upp á það gerast.“ Kristrún segist hafa skilning á nýlegum lögum Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. „Ég skil þetta. Mér finnst ekki eðlilegt að það sé verið að vista fólk á Hólmsheiði. Vegna þess að við erum ekki með úrræði fyrir fólk. Það er það sem að við höfum verið að gera í dag. Það er verið að vista fólk í fangelsum. Þannig að í því samhengi þarf að grípa til einhverra úrræða. Án þess að hafa kynnt mér þetta í smáatriðum, því að þetta á náttúrlega eftir að fá þinglega meðferð. Mín fyrstu viðbrögð eru þau, mér finnst ekkert óeðlilegt og bara í rauninni eðlilegt að það hafi einhver áhrif á þig í kerfinu ef að þú virðir ekki niðurstöðu í útkomu gagnvart rétti þínum að dvelja áfram í landinu. Auðvitað á það að hafa einhverjar afleiðingar. Því að ef við tölum um sanngirni. Það er fullt af fólki sem sækir hér um og fær nei og fer bara. Svo er líka fullt af fólki sem að sækir um og ætti að fá já. En kerfið nær mögulega ekki að vinna úr því að það eru margir aðrir í kerfinu. Þannig við þurfum líka að nálgast þetta þannig,“ segir Kristrún. Engin lausn að hrekja fólk á götuna „Í tilviki staks einstaklings sem að fékk neitun og fólki finnst það ósanngjarnt þá er það auðvitað hræðilegt. En það eru aðrir annarstaðar í línunni skilurðu og það ber að virða þá niðurstöðu. Þannig að í þessum fáu tilvikum þar sem þetta kemur upp og fólk virðir ekki niðurstöðu þá finnst mér ekkert óeðlilegt að því fylgi afleiðingar. Ég set hins vegar stór spurningarmerki að það eigi að vista börn í svona úrræðum. Mér finnst það undir engum kringumstæðum ásættanlegt. Því að börn taka auðvitað ekki ákvörðun um það hverskonar vegferð foreldrar þeirra fara með sig í. Og hvort foreldrar þeirra virði úrskurði og hvað sem það svo sem er.“ Hún bætir við að miklu eðlilegra hefði verið að koma upp úrræði áður en frumvarpið varð að lögum og þetta fólk, sem neitaði að yfirgefa landið, var svipt allri þjónustu. „Það er engin lausn að hrekja fólk á götuna ef þú veist að það lendir bara á sveitarfélaginu.“ Áskrifendur geta hlustað á þáttinn í heild sinni hér .
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent