Bað LGBTQ+ samfélagið afsökunar á áralöngum ofsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 09:03 Þáttastjórnandinn Wojciech Szeląg baðst afsökunar á framgöngu ríkismiðilsins TVP gagnvart hinsegin fólki. Þáttastjórnandi hjá ríkismiðlinum TVP í Póllandi hefur beðist afsökunar á afstöðu og framkomu miðilsins í garð LGBTQ+ fólks síðustu ár. Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á stjórn TVP þegar Donald Tusk varð forsætisráðherra í desember síðastliðnum. Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni. Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Wojciech Szeląg, sem hóf störf hjá TVP í janúar, hóf þátt sinn á sunnudag með því að ávarpa áhorfendur. Horfði hann beint í myndavélina og sagðist þurfa að segja nokkur orð. „Það hefur nú viðgengist í Póllandi í mörg ár að skammarlegum orðum hefur verið beint að einstaklingum vegna þess að þeir tóku sér það vald að ákveða sjálfir hverjir þeir eru og hverja þeir elska,“ sagði Szeląg. „LGBT+ samfélagið er ekki hugmyndafræði heldur fólk; nöfn, andlit, ættingjar og vinir.“ Szeląg snéri sér því næst að gestum þáttarins, sem báðir tilheyra hinsegin samfélaginu. „Allt þetta fólk á inni afsökunarbeiðni. Þetta er stundin sem ég biðst afsökunar.“ Today, first time in Polish TV, after 8 years of right-wing government, the LGBT+ activists appeared in live broadcast. I was seating there and heard journalist shaking voice. He made an apology after years of portraying LGBT-people a threat to Polish nation in the same studio. pic.twitter.com/kOjzKrRHPf— Bart Staszewski (@BartStaszewski) February 11, 2024 Annar gestanna, aðgerðasinninn og kvikmyndagerðamaðurinn Bart Staszewski, sagði afsökunarbeiðnina til marks um að tak stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis á ríkismiðlinum heyrði sögunni til. „Í átta ár sýndu þeir hinsegin aðgerðasinna, og hinsegin samfélagið, sem ógn við pólsku þjóðina... nærðu fólkið á þessu hatri,“ sagði Staszewski. Hann sagðist í fyrstu hafa verið hræddur við að mæta í stúdíóið, þar sem byggingin væri táknræn fyrir þann áróður sem hinsegin fólk hefði búið við í mörg ár. „Fyrir suma er þetta ekkert en fyrir mig er þetta mikilsvert. Eftir að hafa verið ósýnilegur í átta ár; verið einhverns konar „minni“ ríkisborgari. Þetta kom bæði mér og Maja í opna skjöldu. Við vorum snortin,“ sagði Staszewski og vísaði til hins gestarins, trans aktívistans Maja Heban. Staszewski sagði afsökunarbeiðni Szeląg bæði nauðsynlega og táknræna; kaflaskil í sögunni.
Pólland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira