Vilja meira öryggi fyrir íþróttamenn þjóðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 13:00 Kelvin Kiptum kemur fyrstur í mark í London maraþoninu á síðasta ári. Getty/Alex Davidson Keníska þingið minntist hlaupastjörnunnar Kelvin Kiptum í gær og þingmenn kölluðu um leið eftir aðgerðum til að tryggja að íþróttamenn þjóðarinnar búi við meira öryggi. Kelvin Kiptum setti nýtt heimsmet í maraþonhlaupi á síðasta ári og var á góðri leið með því að verða næsta stórstjarna frjálsíþróttaheimsins. Hann lést í bílslysi í Kenía á sunnudaginn ásamt þjálfara sínum. Fráfall hans var mikið áfall fyrir frjálsíþróttaheiminn. Hann var aðeins 24 ára gamall og ætlaði sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París í sumar. "He gave us just a glimmer that it was possible".History is eternal Kelvin Kiptum 1999-2024 pic.twitter.com/NSZOGM9HV9— TCS London Marathon (@LondonMarathon) February 13, 2024 Kiptum missti stjórn á bílnum sínum á leið á æfingu með skelfilegum afleiðingum fyrir hann og þjálfara hans. Keníska þingið heiðraði minningu Kiptum með eins mínútna þögn en margir þingmenn hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn á bílslysinu. Þeir vilja líka tryggja það að íþróttafólk þjóðarinnar fái meiri vernd. „Það á að koma fram við íþróttafólkið okkar eins og tignarfólk og þau eiga fá sínar eigin öryggisráðstafanir,“ sagði þingmaðurinn Phelix Odiwuor við AFP fréttastofuna. „Við syrgjum núna en verðum engu að síður að fá aðgerðir í gang hjá íþróttamálaráðuneytinu. Þeir verða að taka íþróttafólkið okkar alvarlega,“ sagði þingmaðurinn Gideon Kimaiyo. Kiptum er ekki fyrsta keníska íþróttastjarnan sem deyr ungur. Árið 2011 dó maraþonhlauparinn Samuel Wanjiru líka 24 ára gamall en hann hafði þá unnið gull í maraþonhlaupi á ÓL 2008. Árið 2021 þá fannst langhlauparinn Agnes Tirop myrt en hún var 25 ára. Ababu Namwamba, íþróttamálaráðherra Kenía, gaf það út að keníska ríkið muni sjá um jarðaför Kiptum. Parliament ResumesHon.Phelix Odiwuor 'Jalang'o' : As we mourn the death of Kelvin Kiptum, having listened to what his father said, there should be a thorough investigation to what actually caused the accident. We request that our athletes be treated as VIPs and given security. pic.twitter.com/YmFm7AzbqV— KBC Channel1 News (@KBCChannel1) February 13, 2024 Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. 13. febrúar 2024 07:30 Faðir hlauparans vill að andlát sonar síns verði rannsakað Samson Cheruiyot biðlaði til yfirvalda í Kenýu að rannsaka andlát sonar síns, langhlauparans Kelvin Kiptum, sem lést í bílslysi í gær. Samson sagði fjóra huldumenn hafa leitað Kelvins skömmu áður en andlátið bar að. 12. febrúar 2024 21:01 Lést fjórum mánuðum eftir að hafa sett heimsmet Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í gær. Hann var 24 ára. 12. febrúar 2024 07:31 Heimsmet: 35 sekúndum frá því að hlaupa maraþon undir tveimur tímum Keníamaðurinn Kelvin Kiptum stórbætti heimsmetið í maraþoni í gær þegar hann vann Chicago maraþonið með miklum glæsibrag. 9. október 2023 07:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Kelvin Kiptum setti nýtt heimsmet í maraþonhlaupi á síðasta ári og var á góðri leið með því að verða næsta stórstjarna frjálsíþróttaheimsins. Hann lést í bílslysi í Kenía á sunnudaginn ásamt þjálfara sínum. Fráfall hans var mikið áfall fyrir frjálsíþróttaheiminn. Hann var aðeins 24 ára gamall og ætlaði sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París í sumar. "He gave us just a glimmer that it was possible".History is eternal Kelvin Kiptum 1999-2024 pic.twitter.com/NSZOGM9HV9— TCS London Marathon (@LondonMarathon) February 13, 2024 Kiptum missti stjórn á bílnum sínum á leið á æfingu með skelfilegum afleiðingum fyrir hann og þjálfara hans. Keníska þingið heiðraði minningu Kiptum með eins mínútna þögn en margir þingmenn hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn á bílslysinu. Þeir vilja líka tryggja það að íþróttafólk þjóðarinnar fái meiri vernd. „Það á að koma fram við íþróttafólkið okkar eins og tignarfólk og þau eiga fá sínar eigin öryggisráðstafanir,“ sagði þingmaðurinn Phelix Odiwuor við AFP fréttastofuna. „Við syrgjum núna en verðum engu að síður að fá aðgerðir í gang hjá íþróttamálaráðuneytinu. Þeir verða að taka íþróttafólkið okkar alvarlega,“ sagði þingmaðurinn Gideon Kimaiyo. Kiptum er ekki fyrsta keníska íþróttastjarnan sem deyr ungur. Árið 2011 dó maraþonhlauparinn Samuel Wanjiru líka 24 ára gamall en hann hafði þá unnið gull í maraþonhlaupi á ÓL 2008. Árið 2021 þá fannst langhlauparinn Agnes Tirop myrt en hún var 25 ára. Ababu Namwamba, íþróttamálaráðherra Kenía, gaf það út að keníska ríkið muni sjá um jarðaför Kiptum. Parliament ResumesHon.Phelix Odiwuor 'Jalang'o' : As we mourn the death of Kelvin Kiptum, having listened to what his father said, there should be a thorough investigation to what actually caused the accident. We request that our athletes be treated as VIPs and given security. pic.twitter.com/YmFm7AzbqV— KBC Channel1 News (@KBCChannel1) February 13, 2024
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. 13. febrúar 2024 07:30 Faðir hlauparans vill að andlát sonar síns verði rannsakað Samson Cheruiyot biðlaði til yfirvalda í Kenýu að rannsaka andlát sonar síns, langhlauparans Kelvin Kiptum, sem lést í bílslysi í gær. Samson sagði fjóra huldumenn hafa leitað Kelvins skömmu áður en andlátið bar að. 12. febrúar 2024 21:01 Lést fjórum mánuðum eftir að hafa sett heimsmet Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í gær. Hann var 24 ára. 12. febrúar 2024 07:31 Heimsmet: 35 sekúndum frá því að hlaupa maraþon undir tveimur tímum Keníamaðurinn Kelvin Kiptum stórbætti heimsmetið í maraþoni í gær þegar hann vann Chicago maraþonið með miklum glæsibrag. 9. október 2023 07:30 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Hefði getað haft áhrif eins og Usain Bolt Frjálsíþróttastjörnur hafa minnst Kelvin Kiptum, heimsmethafa í maraþonhlaupi, en hann lést í bílslysi ásamt þjálfara sínum í Kenía á sunnudaginn. 13. febrúar 2024 07:30
Faðir hlauparans vill að andlát sonar síns verði rannsakað Samson Cheruiyot biðlaði til yfirvalda í Kenýu að rannsaka andlát sonar síns, langhlauparans Kelvin Kiptum, sem lést í bílslysi í gær. Samson sagði fjóra huldumenn hafa leitað Kelvins skömmu áður en andlátið bar að. 12. febrúar 2024 21:01
Lést fjórum mánuðum eftir að hafa sett heimsmet Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi í gær. Hann var 24 ára. 12. febrúar 2024 07:31
Heimsmet: 35 sekúndum frá því að hlaupa maraþon undir tveimur tímum Keníamaðurinn Kelvin Kiptum stórbætti heimsmetið í maraþoni í gær þegar hann vann Chicago maraþonið með miklum glæsibrag. 9. október 2023 07:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum