Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:36 Aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimunina. Getty Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009. Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009.
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira