Í spennufalli eftir afnám skólagjalda Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 21:47 Bjarki Þór Wíum Sveinsson, Freyr Jónsson og Sif Svavarsdóttir, nemendur í Listaháskólanum. Vísir/Arnar Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins. Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun. Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í dag kynnti háskólaráðherra breytingu á rekstrarformi háskólanna sem felur í sér að sjálfstætt starfandi háskólum verði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Hingað til hafa skólarnir fengið 75 prósent af því sem ríkisreknu skólarnir fá. „Mér finnst bara mikilvægt að gæta sanngirnist í þessu. Skólakerfið okkar á að stuðla að jöfnum tækifærum og valfrelsi. Ég vil líka geta stutt við ólík rekstrarform þannig að allir skólar falli ekki í það að vilja vera ríkisreknir,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála. Umsóknum mun fjölga Fyrir breytingu líta skólagjöldin í grunnnámi í sjálfstætt starfandi háskólunum þremur svona út. Frá 610 þúsund og upp í 680 þúsund krónur fyrir árið. Með niðurfellingu skólagjalda og innheimtu einungis skráningargjalds fer gjaldið niður í 75 þúsund krónur fyrir skólaárið. Nú þegar hefur Listaháskólinn samþykkt breytinguna og munu nemendur þar ekki greiða skólagjöld á næsta skólaári. Rektorinn segir það mikið fagnaðarefni. „Þetta mun auðvitað fjölga umsóknum. Það skiptir miklu máli að efnahagur hafi ekki áhrif á það hvort nemendur séu að sækja um háskólanám í listum. Þannig að við væntum þess að þetta muni fjölga umsóknum og það verði fjölbreyttari umsóknir sem skila sér í fjölbreyttari nemendum og þar af leiðandi fjölbreyttara menningar- og listalífi sem er auðvitað mikið fagnaðarefni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Verulega ánægð Og nemendur skólans eru himinlifandi með breytinguna. „Ég er bara í pínu spennufalli. Þetta er magnað og ég held að þetta hafi aftrað fullt af fólki frá því að koma inn í þennan skóla, þessi gífurlega háu skólagjöld,“ segir Bjarki Þór Wíum Sveinsson, nemandi á fyrsta ári í arkitektúr. „Þetta er náttúrulega ekki bara jákvætt fyrir nemendur heldur bara íslenskt samfélag í heild. Þetta stuðlar til jafnrétti til náms og stuðlar til þess að fleiri geti stundað listnám hér á landi,“ segir Freyr Jónsson, þriðja árs nemi í arkitektúr. „Þegar ég sótti um sótti ég aðallega um því þetta er eini listaháskólinn á landinu. Það hefði hvatt mig enn þá meira til að fara fyrr. Maður hefði kannski ekki þurft að taka skólagjaldalán fyrir nokkur ár hérna. En þetta er mjög jákvætt,“ segir Sif Svavarsdóttir, þriðja árs nemi í grafískri hönnun.
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira