Á einhver heima í þessari íbúð? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:01 Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Leigumarkaður Húsnæðismál Deilihagkerfi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Sjá meira
Mörg höfum við nýtt okkur íbúðir í skammtímaleigu og önnur leigt eigin íbúðir út til skemmri og lengri tíma. Enn aðrir hafa atvinnu af því að kaupa íbúðir til þess að leigja ferðafólki út, með tilheyrandi áhrifum á framboð innanlands. Hér á landi hefur skapast neikvæð þróun sem felur í sér að gististarfsemi í atvinnuskyni hefur í stórum stíl verið haldið úti í húsnæði sem skráð er sem íbúðarhúsnæði. Hana má rekja til breytingar á reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti í tíð sinni sem ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra árið 2018. Þetta gerði fjárfestum í skjóli fyrirtækjarekstrar kleift að kaupa upp fjölda íbúða, til þess eins að leigja ferðamönnum þær út í formi heimagistingar og greiða þar með allt að tífalt lægri fasteignagjöld, með tilheyrandi áhrifum á leigumarkað og blöndun byggðar. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt frumvarp um lagabreytingar sem eiga meðal annars að leiðrétta framangreinda þróun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að breytingarnar séu aðkallandi og vísað til þess jafnvægis sem gilda þarf á sviði deilihagkerfis og hlutdeildar hennar í ferðaþjónustu, skipulagsvalds og tekjuöflunar sveitarfélaga, sem og nauðsyn þess að slökkviliði sé fært á að framkvæma úttektir í atvinnustarfsemi, meðal annarra atriða. Þess má geta að frumvarpið er sett fram sem liður í aðgerðum til að auka framboð á húsnæði í þágu Grindvíkinga. Við fyrstu skoðun mætti fagna frumvarpi menningar- og viðskiptaráðherra, ekki síst fyrir þær sakir að því er ætlað að draga til baka áhrif breytinganna sem reglugerð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur hafði í för með sér árið 2018 með fyrrgreindum afleiðingum. Það mátti jafnframt skilja nýleg orð mennta- og viðskiptaráðherra á þann veg að ríkisstjórnin ætlaði sér að afturkalla umrædda breytingu og tryggja að íbúðarhúsnæði í skammtímaleigu væri skattlagt sem atvinnuhúsnæði. Annað hefur nú komið á daginn. Ný lög munu ekki hafa áhrif á rekstrarleyfi sem þegar hafa verið útgefin eða verða útgefin fram að gildistöku laga samkvæmt því sem segir í frumvarpinu. Þetta verður að kalla veruleg vonbrigði. Alls eru nú á landsvísu um 1907 rekstrarleyfi, ýmist gefin út á kennitölu eða félag, og í Reykjavík er talið að í rúmlega 300 íbúðum sé starfrækt skammtímagisting í atvinnuskyni í íbúðarhúsnæði. Þær skýringar sem settar eru fram eru á þá leið að ekki sé hægt að ráðast í breytingarnar sem komið var á með reglugerðarbreytingu Þórdísar árið 2018 án þess að skerða um leið stjórnarskrárbundin eigna- eða atvinnufrelsisréttindi. Slíkum yfirlýsingum verður að taka með talsverðum fyrirvara þar sem Alþingi hefur talsvert svigrúm til að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja með settum lögum á grundvelli almannhagsmuna án þess að kalla yfir sig skaðabótaskyldu. Sé Alþingi ómögulegt að gera slíkar breytingar er ábyrgð núverandi fjármálaráðherra sömuleiðis gífurleg. Það er morgunljóst að fyrirliggjandi frumvarp mun ekki stuðla að auknu framboð á íbúðarhúsnæði í þágu Grindvíkinga. Útleiga einstaklinga og fyrirtækja á eigin íbúðum til ferðalanga verður áfram hluti af íslenskri ferðaþjónustu, en fólk sem heldur slíku úti í atvinnuskyni verður að lúta sömu leikreglum og aðrir. Samfylkingin lagði mikla áherslu mikilvægi þessa í kjarapakka sem kynntur var fyrir jól. Nú sjáum við hins vegar fram að tveir hópar á sama markaði muni búa við gerólík rekstrarskilyrði. Hér þarf til pólitískan vilja til að leiðrétta ranga þróun sem hefur í senn áhrif á ferðaþjónustuna jafnt sem framboð á húsnæðismarkaði. Hér verða einfaldlega almannahagsmunir að fá að ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun