Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Hópur bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum skrifar 12. febrúar 2024 18:01 Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur benti góðviljaður lögmaður okkur á að hún hefði birst á heimasíðu Óbyggðanefndar. Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum. Með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, kemst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir þína hönd að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker - og á Heimaey sjálfri m.a. fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi. Hér er fátt eitt upp talið af því sem ríkið vill nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum - sem er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Við ætlum hins vegar ekki í þessu bréfi að efna til lagaþrætu um málið. Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: ‘’Svona gera menn ekki’’ – og málið var dautt. Núna förum við þess á leit við þig, hæstvirtur ráðherra, að þú beitir sambærilegri skynsemi í þessu máli og látir draga umrædda kröfu, sem gerð er í þínu nafni, til baka. Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkomin og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu? Með vinsemd og virðingu, Páll Magnússon Njáll Ragnarsson Eyþór Harðarson Íris Róbertsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Helga Jóhanna Harðardóttir Hildur Sólveig Sigurðardóttir Margrét Rós Ingólfsdóttir Gísli Stefánsson
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun