Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 19:16 Play hefur verið rekið með tapi allt frá því félagið hóf starfsemi árið 2021. Birgir Jónsson forstjóri félagsins er hins vegar bjartsýn á framtíðina. Vísir/Vilhelm Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. Play birti ársreikning sinn fyrir síðasta ár á fimmtudag og síðan þá hafa verið miklar sögusagnir um bága stöðu félagsins. Eigið fé væri lítið og félagið væri jafnvel að reka sig á fyrirfram greiddum farmiðum farþega og ferðaskrifstofa. Á fyrstu þremur rekstrarárum félagins hefur það tapað 17 milljörðum króna, sem er helmingi meira tap en WOW tapaði eftir sex ára rekstur. Eftir kynningu á ársuppgjöri féll gengi félagsins um 19 prósent á föstudag. Birgir Jónsson forstjóri Play segir stöðu félagsins hins vegar góða og stjórnendur horfi björtum augum til framtíðar. „Hins vegar hefur komið fram og stjórn félagsins hefur lagt áherslu á að setja í gang ferli til að safna nýju hlutafé inn í félagið. Sem er í raun og veru ekki stór fjárhæð í stóru myndinni. Það er til að fjármagna frekari vöxt og styrkja félagið til framtíðar. Við erum að hefja þá vegferð. Það snýst ekki um neina tímasetningu, daga eða vikur. Þetta þarf að gerast á næstu tólf mánuðum,“ segir Birgir. Flugrekstur væri erfiður og eldsumbrot og verkföll flugumferðarstjóra hefðu reynt á flugfélög. Birgir Jónsson forstjóri Play segir stefnt að því að auka hlutfé félagsins um þrjá til fjóra milljarða króna á þessu ári. Á þeim tíma sem WOW varð gjaldþrota skuldaði það stórar fjárhæðir meðal annars lendingargjöld og önnur gjöld hjá Ísavía til margra mánaða. Munurinn á WOW og Play er meðal annars sá að WOW var í einkaeigu en Play er skráð á markað með um tvö þúsund hluthafa. „Við erum skráð fyrirtæki og opnum okkar bækur fjórum sinnum á ári. Það getur hver sem vill séð að það eru engar vaxtaberandi skuldir í félaginu. Það eru engin vanskil og það er engin röð af einhverjum kröfuhöfum hérna út um dyrnar. Þessi rekstur er í jafnvægi. Við erum nýtt fyrirtæki. Við erum í tapi en það helmingaðist á síðasta ári og við erum mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir forstjóri Play. Play hóf flugrekstur sumarið 2021 og hefur verið rekið með tapi allt síðan þá.Vísir/Vilhelm Um miðjan dag í dag tilkynnti Landsbankinn Kauphöllinni uppsögn bankans á viðskiptavakt með bréf í Play frá og með næsta föstudegi, sem meðal annars fól í sér skuldbindingu um kaup á bréfum í félaginu. Upplýsingafulltrúi Play segir Arion banka hins vegar halda sinni viðskiptavakt áfram. Fyrirtækið kanni nú áhuga tíu stærstu hluthafa á að leggja félaginu til aukið hlutafé upp á þrjá til fjóra milljarða króna. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir á allra næstu vikum. Forstjórinn segir félagið hafa velt 40 milljörðum í fyrra og tap þess væri lítið í því ljósi. Fréttastofu er kunnugt um að yfirvöld, þar með talin Samgöngustofa, fylgist vel með rekstri fyrirtækisins. „Við erum sem skráð félag í stanslausu sambandi við Samgöngustofu, fjármálaeftirlit og aðra eftirlitsaðila. Okkar leigusala, kreditkortafyrirtæki og aðra sem hafa aðgengi að öllu. Þannig að nei, ég get ekki sagt að þeir sem raunverulega skilja stöðuna og þekkja hana hafi áhyggjur af henni,“ segir Birgir Jónsson. Play Samgöngur Kauphöllin Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Farþegum fjölgaði í janúar hjá Play og Icelandair Farþegum í janúarmánuði fjölgaði hjá íslensku flugfélögunum Play og Icelandair. Farþegum fjölgaði um 61 prósent hjá Play miðað við sama tíma í fyrra en sjö prósent hjá Icelandair. 7. febrúar 2024 10:31 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Play birti ársreikning sinn fyrir síðasta ár á fimmtudag og síðan þá hafa verið miklar sögusagnir um bága stöðu félagsins. Eigið fé væri lítið og félagið væri jafnvel að reka sig á fyrirfram greiddum farmiðum farþega og ferðaskrifstofa. Á fyrstu þremur rekstrarárum félagins hefur það tapað 17 milljörðum króna, sem er helmingi meira tap en WOW tapaði eftir sex ára rekstur. Eftir kynningu á ársuppgjöri féll gengi félagsins um 19 prósent á föstudag. Birgir Jónsson forstjóri Play segir stöðu félagsins hins vegar góða og stjórnendur horfi björtum augum til framtíðar. „Hins vegar hefur komið fram og stjórn félagsins hefur lagt áherslu á að setja í gang ferli til að safna nýju hlutafé inn í félagið. Sem er í raun og veru ekki stór fjárhæð í stóru myndinni. Það er til að fjármagna frekari vöxt og styrkja félagið til framtíðar. Við erum að hefja þá vegferð. Það snýst ekki um neina tímasetningu, daga eða vikur. Þetta þarf að gerast á næstu tólf mánuðum,“ segir Birgir. Flugrekstur væri erfiður og eldsumbrot og verkföll flugumferðarstjóra hefðu reynt á flugfélög. Birgir Jónsson forstjóri Play segir stefnt að því að auka hlutfé félagsins um þrjá til fjóra milljarða króna á þessu ári. Á þeim tíma sem WOW varð gjaldþrota skuldaði það stórar fjárhæðir meðal annars lendingargjöld og önnur gjöld hjá Ísavía til margra mánaða. Munurinn á WOW og Play er meðal annars sá að WOW var í einkaeigu en Play er skráð á markað með um tvö þúsund hluthafa. „Við erum skráð fyrirtæki og opnum okkar bækur fjórum sinnum á ári. Það getur hver sem vill séð að það eru engar vaxtaberandi skuldir í félaginu. Það eru engin vanskil og það er engin röð af einhverjum kröfuhöfum hérna út um dyrnar. Þessi rekstur er í jafnvægi. Við erum nýtt fyrirtæki. Við erum í tapi en það helmingaðist á síðasta ári og við erum mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir forstjóri Play. Play hóf flugrekstur sumarið 2021 og hefur verið rekið með tapi allt síðan þá.Vísir/Vilhelm Um miðjan dag í dag tilkynnti Landsbankinn Kauphöllinni uppsögn bankans á viðskiptavakt með bréf í Play frá og með næsta föstudegi, sem meðal annars fól í sér skuldbindingu um kaup á bréfum í félaginu. Upplýsingafulltrúi Play segir Arion banka hins vegar halda sinni viðskiptavakt áfram. Fyrirtækið kanni nú áhuga tíu stærstu hluthafa á að leggja félaginu til aukið hlutafé upp á þrjá til fjóra milljarða króna. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir á allra næstu vikum. Forstjórinn segir félagið hafa velt 40 milljörðum í fyrra og tap þess væri lítið í því ljósi. Fréttastofu er kunnugt um að yfirvöld, þar með talin Samgöngustofa, fylgist vel með rekstri fyrirtækisins. „Við erum sem skráð félag í stanslausu sambandi við Samgöngustofu, fjármálaeftirlit og aðra eftirlitsaðila. Okkar leigusala, kreditkortafyrirtæki og aðra sem hafa aðgengi að öllu. Þannig að nei, ég get ekki sagt að þeir sem raunverulega skilja stöðuna og þekkja hana hafi áhyggjur af henni,“ segir Birgir Jónsson.
Play Samgöngur Kauphöllin Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Farþegum fjölgaði í janúar hjá Play og Icelandair Farþegum í janúarmánuði fjölgaði hjá íslensku flugfélögunum Play og Icelandair. Farþegum fjölgaði um 61 prósent hjá Play miðað við sama tíma í fyrra en sjö prósent hjá Icelandair. 7. febrúar 2024 10:31 Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11
Farþegum fjölgaði í janúar hjá Play og Icelandair Farþegum í janúarmánuði fjölgaði hjá íslensku flugfélögunum Play og Icelandair. Farþegum fjölgaði um 61 prósent hjá Play miðað við sama tíma í fyrra en sjö prósent hjá Icelandair. 7. febrúar 2024 10:31
Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. 31. janúar 2024 11:34