Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:14 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir heitt vatn byrjað að streyma inn í hús og að það eigi að vera komið inn í öll hús fyrir lok dags. Vísir/Einar Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. Berghildur Erla ræddi við Pál Erland, forstjóra HS Veitna, um stöðuna á heitavatnslögninni frá Svartsengi til Fitja og hitaveitunni á Suðurnesjum. Hver er staðan núna varðandi heita vatnið? „Staðan er þannig að það tókst í nótt að gera við heitavatnslögn frá Svartsengi til Fitja. Um fjögur í morgun byrjaði heitt vatn að streyma inn í heitavatnstankana þar. Um áttaleytið í morgun gátu svo HS Veitur farið að miðla því vatni inn á hitaveituna,“ sagði Páll. Hvað þýðir það fyrir íbúa hérna á Suðurnesjunum? „Það þýðir að heita vatnið er farið að streyma fyrst að húsum sem eru næst heitavatnstönkunum að Fitjum og mun svo halda áfram að berast um allt svæðið á næstu tólf tímum, vonum við,“ sagði hann. Þannig það verði öll hús komin með nægan styrk á kerfin sín á þeim tíma? „Við vonumst til að heita vatnið verði komið í öll hús fyrir lok dags,“ sagði Páll. Fólk skuli vera vakandi fyrir rofnum lögnum og frostskemmdum Það hefur verið kalt um helgina. Er eitthvað sérstakt sem fólk þarf að hafa í huga með lagnirnar? „Það er rétt að fólk hugi núna að því að þegar heita vatnið fer að renna eftir svona margra daga heitavatnsleysi og frostakafla að vera vakandi fyrir því hvort vatnið flæði eðlilega inn í húsin. Og ef það eru einhverjar lagnir rofnar vegna frostskemmda að loka fyrir aðalinntakið og hafa samband við þjónustuver HS Veitna,“ sagði hann. Eruð þið með mannskap sem getur þá komið á staðinn? „Bæði starfsmenn HS veitna með aðstoð Veitna, það eru önnur fyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt píparasveit almannavarna eru til taks allan dag og næstu daga til að aðstoða fólk,“ sagði Páll. Erfiðar og hættulegar aðstæður Páll segir mörg hundruð manns hafa unnið að því síðustu sólarhringa við að gera við heitavatnslögnina og að undirbúa hitaveitukerfið inni í sveitarfélögum til að taka á móti heita vatninu. Þetta er mikil aðgerð sem þið stóðuð í út af þessu máli. Hverjar voru aðstæður? „Það er búið að vera að vinna að því að gera við hitaveitulögnina við Svartsengi eftir að hraunið flæddi yfir við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar hefur hugviti og tækni verið beitt til að leysa málin ótrúlega fljótt og vel og það hafa eflaust verið um hundrað manns að því núna síðasta sólarhring, til dæmis,“ sagði Páll. „Sama má segja inni í sveitarfélögunum sem eru heitavatnslaus, eins og Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar. Þar hafa líka verið um hundrað manns á vegum HS Veitna og með aðstoð Veitna og Rarik við að halda uppi rafmagni og undirbúa hitaveitukerfið til þess að taka núna á móti heita vatninu,“ sagði hann. Náttúran geri það sem henni sýnist Jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi í þrjú ár og einhverjir bent á að þessi staða gæti komið upp í ljósi þess að lögnin væri óvarin. Páll segir þær vangaveltur eðlilegar en hins vegar hafi varnir á lögninni þegar hafist áður en eldgosið brast á. Páll skilur vangaveltur fólks yfir því að lögnin hafi verið óvarin þrátt fyrir jarðhræringar undanfarinna þriggja ára. Hins vegar hafi undirbúningur verið komin af stað en náttúran hafi verið fyrri til.Vísir/Einar Hefði fyrirtæki eins og HS Veitur ekki átt að vera búin að setja upp varaleið fyrir löngu síðan? Og er þetta ekki áminning fyrir önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama? „Það er mjög eðlilegt að velta þessu fyrir sér. Við höfum lagt áherslu á að undirbúa alla okkar innviði í samstarfi við almannavarnir. Það hefur aldeilis skilað sér í varnargörðunum sem hafa varið bæði Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi sem er hjartað í kerfinu. Það var byrjað að verja lagnir en eldgosið brast á áður en því var lokið,“ sagði Páll. „Allur undirbúningur hefur verið í gangi og fjölmargir hlaupið eins og hratt og hægt er undan náttúrunni en hún gerir það sem henni sýnist,“ bætti hann við. Einhverjir hafa bent á að þetta hefði átt að vera tilbúið fyrr. Hvernig myndirðu svara þeim gagnrýnisröddum? „Það sem var meðal annars búið að gera var að leggja heitavatnslögn í jörðu frá Svartsengi til Grindavíkur. Það var hafið sams konar verk, að búa til aðra lögn og hafa hana neðanjarðar frá Svartsengi til Fitja. Hún var í vinnslu þegar eldgosið kom þannig það ásamt fjölmörgum mótvægisaðgerðum hafa verið í gangi,“ sagði Páll. Þurfi að spyrja stóru spurninganna Eru einhver skilaboð sem þér finnst mikilvægt að koma á framfæri varðandi þetta ástand? „Það er verið að vinna í því að koma á heitu vatni og koma þjónustunni þar með í gang. Í framhaldinu verður að spyrja stóru spurninganna, hvað sé hægt að gera í ljósi þess að þetta ætlar að verða viðvarandi ástand sem við hins vegar erum alltaf að læra betur og betur á og verðum fljótari og fljótari að kippa í lag,“ sagði Páll. „Ég vil gjarnan þakka þessum árangri sem hefur náðst þessu frábæra starfsfólki HS Orku og HS Veitna. En ekki síður annarra veitufyrirtækja, verktaka og almannavarna og annarra sem hafa unnið að þessu verkefni þrotlaust núna sólarhringum saman og í rauninni mánuðum saman,“ sagði Páll að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Suðurnesjabær Vogar Reykjanesbær Orkumál Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Berghildur Erla ræddi við Pál Erland, forstjóra HS Veitna, um stöðuna á heitavatnslögninni frá Svartsengi til Fitja og hitaveitunni á Suðurnesjum. Hver er staðan núna varðandi heita vatnið? „Staðan er þannig að það tókst í nótt að gera við heitavatnslögn frá Svartsengi til Fitja. Um fjögur í morgun byrjaði heitt vatn að streyma inn í heitavatnstankana þar. Um áttaleytið í morgun gátu svo HS Veitur farið að miðla því vatni inn á hitaveituna,“ sagði Páll. Hvað þýðir það fyrir íbúa hérna á Suðurnesjunum? „Það þýðir að heita vatnið er farið að streyma fyrst að húsum sem eru næst heitavatnstönkunum að Fitjum og mun svo halda áfram að berast um allt svæðið á næstu tólf tímum, vonum við,“ sagði hann. Þannig það verði öll hús komin með nægan styrk á kerfin sín á þeim tíma? „Við vonumst til að heita vatnið verði komið í öll hús fyrir lok dags,“ sagði Páll. Fólk skuli vera vakandi fyrir rofnum lögnum og frostskemmdum Það hefur verið kalt um helgina. Er eitthvað sérstakt sem fólk þarf að hafa í huga með lagnirnar? „Það er rétt að fólk hugi núna að því að þegar heita vatnið fer að renna eftir svona margra daga heitavatnsleysi og frostakafla að vera vakandi fyrir því hvort vatnið flæði eðlilega inn í húsin. Og ef það eru einhverjar lagnir rofnar vegna frostskemmda að loka fyrir aðalinntakið og hafa samband við þjónustuver HS Veitna,“ sagði hann. Eruð þið með mannskap sem getur þá komið á staðinn? „Bæði starfsmenn HS veitna með aðstoð Veitna, það eru önnur fyrirtæki að vinna með okkur í þessu, ásamt píparasveit almannavarna eru til taks allan dag og næstu daga til að aðstoða fólk,“ sagði Páll. Erfiðar og hættulegar aðstæður Páll segir mörg hundruð manns hafa unnið að því síðustu sólarhringa við að gera við heitavatnslögnina og að undirbúa hitaveitukerfið inni í sveitarfélögum til að taka á móti heita vatninu. Þetta er mikil aðgerð sem þið stóðuð í út af þessu máli. Hverjar voru aðstæður? „Það er búið að vera að vinna að því að gera við hitaveitulögnina við Svartsengi eftir að hraunið flæddi yfir við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar hefur hugviti og tækni verið beitt til að leysa málin ótrúlega fljótt og vel og það hafa eflaust verið um hundrað manns að því núna síðasta sólarhring, til dæmis,“ sagði Páll. „Sama má segja inni í sveitarfélögunum sem eru heitavatnslaus, eins og Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar. Þar hafa líka verið um hundrað manns á vegum HS Veitna og með aðstoð Veitna og Rarik við að halda uppi rafmagni og undirbúa hitaveitukerfið til þess að taka núna á móti heita vatninu,“ sagði hann. Náttúran geri það sem henni sýnist Jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi í þrjú ár og einhverjir bent á að þessi staða gæti komið upp í ljósi þess að lögnin væri óvarin. Páll segir þær vangaveltur eðlilegar en hins vegar hafi varnir á lögninni þegar hafist áður en eldgosið brast á. Páll skilur vangaveltur fólks yfir því að lögnin hafi verið óvarin þrátt fyrir jarðhræringar undanfarinna þriggja ára. Hins vegar hafi undirbúningur verið komin af stað en náttúran hafi verið fyrri til.Vísir/Einar Hefði fyrirtæki eins og HS Veitur ekki átt að vera búin að setja upp varaleið fyrir löngu síðan? Og er þetta ekki áminning fyrir önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama? „Það er mjög eðlilegt að velta þessu fyrir sér. Við höfum lagt áherslu á að undirbúa alla okkar innviði í samstarfi við almannavarnir. Það hefur aldeilis skilað sér í varnargörðunum sem hafa varið bæði Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi sem er hjartað í kerfinu. Það var byrjað að verja lagnir en eldgosið brast á áður en því var lokið,“ sagði Páll. „Allur undirbúningur hefur verið í gangi og fjölmargir hlaupið eins og hratt og hægt er undan náttúrunni en hún gerir það sem henni sýnist,“ bætti hann við. Einhverjir hafa bent á að þetta hefði átt að vera tilbúið fyrr. Hvernig myndirðu svara þeim gagnrýnisröddum? „Það sem var meðal annars búið að gera var að leggja heitavatnslögn í jörðu frá Svartsengi til Grindavíkur. Það var hafið sams konar verk, að búa til aðra lögn og hafa hana neðanjarðar frá Svartsengi til Fitja. Hún var í vinnslu þegar eldgosið kom þannig það ásamt fjölmörgum mótvægisaðgerðum hafa verið í gangi,“ sagði Páll. Þurfi að spyrja stóru spurninganna Eru einhver skilaboð sem þér finnst mikilvægt að koma á framfæri varðandi þetta ástand? „Það er verið að vinna í því að koma á heitu vatni og koma þjónustunni þar með í gang. Í framhaldinu verður að spyrja stóru spurninganna, hvað sé hægt að gera í ljósi þess að þetta ætlar að verða viðvarandi ástand sem við hins vegar erum alltaf að læra betur og betur á og verðum fljótari og fljótari að kippa í lag,“ sagði Páll. „Ég vil gjarnan þakka þessum árangri sem hefur náðst þessu frábæra starfsfólki HS Orku og HS Veitna. En ekki síður annarra veitufyrirtækja, verktaka og almannavarna og annarra sem hafa unnið að þessu verkefni þrotlaust núna sólarhringum saman og í rauninni mánuðum saman,“ sagði Páll að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Suðurnesjabær Vogar Reykjanesbær Orkumál Vatn Jarðhiti Tengdar fréttir Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08