Skilaboð til náttúruunnenda Íslands Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:30 Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar