„Hér er um lengri tíma viðburði að ræða“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:00 Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddi nýbyggðan vinnuveg og byggingu heitavatnslagnanna á Suðurnesjum í Kvöldfréttum. Vísir Orkumálastjóri segir ljóst að atburðirnir á Suðurnesjum komi til með að endurtaka sig og mikilvægt sé að innviðir séu undir það búnir. Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á hraunið sem flæddi yfir Grindavíkurveg í núliðnu eldgosi. Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu. Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Sindri ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir það kraftaverk að búið sé að leggja veginn yfir hraunið. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn frá Svartsengi. „Staðan er sú að það er búið að sjóða mikið af þessum rörum saman. Þetta eru tólf metra rör sem er verið að sjóða saman. Og það voru eftir um níu suður, eitthvað svoleiðis. Og þá erum við að tala um að það á eftir að draga rörin og tryggja að þau nái yfir þessa fjögur til fimm hundruð metra sem voru eftir,“ segir Halla. Hún segir að ef vel gangi komist hiti á fyrr en síðar. Við hljótum að læra mjög hratt hvernig á að bregðast við þessum aðstæðum því þær eru að koma upp aftur og aftur. Finnst þér eins og við séum undirbúin fyrir þessar hamfarir? „Auðvitað eru náttúruhamfarir alltaf óvæntar að einhverju leyti en ég held að það skipti miklu máli að við erum að horfa á atburði sem munu koma til með að endurtaka sig. Og þess vegna þurfum við að passa upp á að verja þessa lögn,“ segir Halla. Steypa þurfi í kring um hana og sömuleiðis þurfi að setja nýja kaldavatnslögn til að tryggja að ef nýtt hraun kæmi myndi það ekki skemma fyrir. Þá sé mikivægt að passa upp á að til sé meiri og betri búnaður til að hita lykilinnviði, eins og skóla og hjúkrunarheimili. Heitt vatn frá fleiri stöðum en Svartsengi „Ég get hins vegar sagt þér að góðu fréttirnar eru að við höfum verið að ýta á lághitaátak,“ segir Halla og að í því felist að sækja hita á fleiri stöðum á Reykjanesi. „Og [við] höfum verið að draga að aðila eins og ÍSOR og fyrirtækin með okkur hérna. Og við vonum að það átak fari hratt og vel af stað núna í vikunni þannig að heimilin hafi aðgengi að heitu vatni frá fleiri stöðum en bara Svartsengi.“ Halla segir marga koma að því verkefni sem nú er fyrir höndum. Fyrirtæki, Almannavarnir og her af fagfólki. Þekking þeirra þurfi að dragast inn í alla ákvörðunartöku og mikilvægt sé að vera vel undirbúin. „Og þó að þessi hrina gangi yfir núna skiptir gríðalega miklu máli að við séum að hugsa að hér er um lengri tíma viðburði að ræða og þetta eru ákveðnir grundvallarinnviðir fyrir samfélagið. Ekki bara til skemmri tíma heldur um alla framtíð.“ Hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan, sem hefst skammt fyrir þriðju mínútu.
Orkumál Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira