„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 18:45 Það er í nægu að snúast hjá Kristni Harðarsyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs HS Orku þessa dagana. Vísir/Ívar Fannar Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“ Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira