Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni Boði Logason skrifar 11. febrúar 2024 07:01 Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurberg þann 20. febrúar 1991. Vísir/Sara Rut „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira