Matarbirgðir til sveltandi Gasabúa sitja fastar í ísraelska tollinum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 15:02 Hundruðir þúsunda dvelja í frumstæðum tjaldbúðum í borginni Rafah. AP/Fatima Shbair Matarbirgðir ætlaðar rúmri milljón Palestínumönnum á vergangi eru fastar í ísraelskri höfn vegna boða ísraelskra yfirvalda. Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Þetta segir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Samkvæmt þeim vofir sultur yfir fjórðungi allra Palestínumanna. Skipað að afgreiða ekki matarbirgðir Guardian greinir frá því að Philippe Lazzarini formaður UNRWA segi að miklar matarbirgðir hafi sitið fastar í ísraelsku hafnarborginni Ashdod og að ísraelskt verktakafyrirtæki sem samtökin starfa með hafi fengið símtal frá tolleftirliti Ísraels þar sem þeim var skipað að afgreiða engar birgðir flóttamannaaðstoðarinnar. #Gaza A food shipment for 1.1 million people is stuck at Israeli port due to recent restrictions from Israeli authorities.1,049 containers of rice, flour, chickpeas, sugar & cooking oil are stuck as families in #Gaza face hunger & starvation @AP https://t.co/NaCSwDdqET— UNRWA (@UNRWA) February 10, 2024 Í færslu sem Palestínuflóttamannaaðstoðin birti á samfélagsmiðilinn X kemur fram að meira en þúsund kassar af hrísgrjónum, hveiti, kjúklingabaunum, sykri og matreiðsluolíu séu fastir. Samkvæmt Guardian væru birgðirnar nægar til að brauðfæða 1,1 milljón manns í mánuð. Ísraelski herinn er að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, það vera einu leiðina til að uppræta Hamas. Fjöldi látinna nálgast þrjátíu þúsund Hundruðir þúsunda Gasabúa dvelja nú í frumstæðum tjaldbúðum við borgina Rafa við landamæri Egyptalands og er hún orðin síðasta skjól þeirra. Loftárásir á borgina hafa aukist og hafa margir látið lífið. Herinn hefur fengið skipun um að undirbúa rýmingu borgarinnar og segir forsætisráðherra Ísraels það einu leiðina til að ná því markmiði að uppræta Hamas. Samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er rekið af Hamas, hafa 117 Palestínumenn látist og 152 særst á síðasta sólarhring. Alls er talið að rúmlega 28 þúsund Palestínumanna hafi látið lífið síðan innrás Ísraels hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira