„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 22:01 Sindri Snær og Ísidór Nathan virða fyrir sér dagskrána í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33