Vandi íbúa á Króknum snýr ekki að eldgosi eða skemmdum á lögnum heldur einfaldlega fimbulkulda. Sautján gráðu frost er á svæðinu þegar þetta er skrifað. Opnunartími sundlaugarinnar í bænum hefur verið takmörkuð undanfarnar vikur og nú er svo komið að henni hefur verið lokað.
Þá er búið að minnka vatnsnotkun hjá stórnotendum en það dugi einfaldlega ekki til. Nú sé því komið að heimilunum að spara heita vatnið eins og hægt sé.
Íbúar eru beðnir um að fara yfir stýringar á snjóbræðslum og tryggja að rennsli í heita potta miðist við að halda þeim frostfríum.
Þá er fólk til að halda gluggum lokuðum sem hjálpi til við að halda heimilum hlýjum en um leið að lækka á ofnum í þeim herbergjum sem ekki eru í notkun.
„Vonandi dugar þetta til að koma okkur í gegnum þennan frostakafla en þá verða allir að leggjast á eitt,“ segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.
Fram kemur á vef Feykis að allt stefni í að heita vatnið klárist ef íbúar leggist ekki á eitt og minnki heitavatnsnotkun sína.