Dagur gæti tekið við Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 14:37 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár með góðum árangri. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta, og þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu. Hann er sagður í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið. Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. EM 2024 í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira