Ætla að sækja fleiri fjölskyldur frá Gasa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2024 13:42 Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur segir Facetime-fund fjölskyldunnar hafa verið hjartnæmann. Ívar Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu. Konurnar eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur. María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona og Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Líkt og greint hefur verið frá flugu þær frá Íslandi til Egyptalands í síðustu viku og tókst þeim á fjórum dögum að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum, frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands. Eina fyrirstaðan sé ákvarðanatakan Þær segja að þó ferðalag fólksins sé langt hafi flutningurinn verið nokkuð einfaldur enda segir Kristín mikinn samstarfsvilja allra hlutaðeigandi á svæðinu. „Fyrir íslenskan diplómata þá væri þetta allt töluvert einfaldara. Það sem var rosalega skýrt var að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, að taka ákvörðum um að ná í þau þannig það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur, þetta er ekki einu sinni dýrt. Sérstaklega ekki þegar maður hugsar hvað maður er að borga fyrir,“ segir Kristín. Kyssti skjáinn Þær lýsa stundinni þegar þær fengu börnin í hendurnar sem óraunverulegri og segja forréttindi að fá að taka á móti börnunum. Faðir barnanna hefur dvalið á Íslandi síðustu ár og mótmælt á Austurvelli undanfarna daga. Hann hefur aldrei hitt yngsta barnið sitt og voru því eðlilega miklar tilfinningar þegar hann ræddi við það á Facetime í gær. „Hann getur ekki beðið eftir að fá að snerta þau og taka utan um þau. Ég veit að það er erfitt fyrir hann að vera ekki hérna en það tekur Palestínubúa tuttugu daga að fá ferðaleyfi til Egyptalands. Við Facetime-uðum hann þegar við vorum komnar og hann náttúrulega er alsæll, hló og börnin kysstu skjáinn. Þetta var ótrúlega hjartnæm og yndisleg stund,“ segir Bergþóra. Samtökin Solaris hafa efnt til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja þá 128 Palestínumenn frá Gasa til Íslands sem eru með dvalarleyfi hér á grundvelli fjölskyldusameiningar. Ætla að halda áfram að flytja börn af svæðinu Konurnar þrjár ætla nú að skipta liði. Bergþóra og Kristín fara með börnin sem þær tóku á móti í gær heim til Íslands en María Lilja verður áfram á svæðinu og ætlar að halda áfram að flytja dvalarleyfishafa frá Gasasvæðinu þar til fulltrúar utanríkisráðuneytisins taka við sér, eins og þær orða það. Þær gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. „Við höfum rætt við diplómata sem hafa gert okkur grein fyrir því að Ísland sé eina þjóðin sem hefur ekki sést hér við landamærin og hefur ekki verið í þessu nána samstarfi Evrópuþjóða við að ná sínu fólki út og yfir landamærin,“ segir María Lilja. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Konurnar eru Bergþóra Snæbjörnsdóttir, rithöfundur. María Lilja Þrastardóttir fjölmiðlakona og Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur. Líkt og greint hefur verið frá flugu þær frá Íslandi til Egyptalands í síðustu viku og tókst þeim á fjórum dögum að koma fjölskyldunni, konu og þremur börnum, frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands. Eina fyrirstaðan sé ákvarðanatakan Þær segja að þó ferðalag fólksins sé langt hafi flutningurinn verið nokkuð einfaldur enda segir Kristín mikinn samstarfsvilja allra hlutaðeigandi á svæðinu. „Fyrir íslenskan diplómata þá væri þetta allt töluvert einfaldara. Það sem var rosalega skýrt var að eina fyrirstaðan var í raun þessi ákvörðun, að taka ákvörðum um að ná í þau þannig það er bara vilji sem þetta strandaði á. Það eru engar tæknilegar flækjur, þetta er ekki einu sinni dýrt. Sérstaklega ekki þegar maður hugsar hvað maður er að borga fyrir,“ segir Kristín. Kyssti skjáinn Þær lýsa stundinni þegar þær fengu börnin í hendurnar sem óraunverulegri og segja forréttindi að fá að taka á móti börnunum. Faðir barnanna hefur dvalið á Íslandi síðustu ár og mótmælt á Austurvelli undanfarna daga. Hann hefur aldrei hitt yngsta barnið sitt og voru því eðlilega miklar tilfinningar þegar hann ræddi við það á Facetime í gær. „Hann getur ekki beðið eftir að fá að snerta þau og taka utan um þau. Ég veit að það er erfitt fyrir hann að vera ekki hérna en það tekur Palestínubúa tuttugu daga að fá ferðaleyfi til Egyptalands. Við Facetime-uðum hann þegar við vorum komnar og hann náttúrulega er alsæll, hló og börnin kysstu skjáinn. Þetta var ótrúlega hjartnæm og yndisleg stund,“ segir Bergþóra. Samtökin Solaris hafa efnt til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja þá 128 Palestínumenn frá Gasa til Íslands sem eru með dvalarleyfi hér á grundvelli fjölskyldusameiningar. Ætla að halda áfram að flytja börn af svæðinu Konurnar þrjár ætla nú að skipta liði. Bergþóra og Kristín fara með börnin sem þær tóku á móti í gær heim til Íslands en María Lilja verður áfram á svæðinu og ætlar að halda áfram að flytja dvalarleyfishafa frá Gasasvæðinu þar til fulltrúar utanríkisráðuneytisins taka við sér, eins og þær orða það. Þær gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki sjálf í að koma fólkinu frá átakasvæðinu. „Við höfum rætt við diplómata sem hafa gert okkur grein fyrir því að Ísland sé eina þjóðin sem hefur ekki sést hér við landamærin og hefur ekki verið í þessu nána samstarfi Evrópuþjóða við að ná sínu fólki út og yfir landamærin,“ segir María Lilja.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Hælisleitendur Innflytjendamál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. 7. febrúar 2024 09:50
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23