Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík? Berglind Bjarnadóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Strætó Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun