Opið bréf til Áslaugar Örnu Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar 6. febrúar 2024 14:30 Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar