Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:24 Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19