Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 14:00 Rúnar Alex Rúnarsson er mættur til FC Kaupmannahafnar og sjálfsagt staðráðinn í að vinna sig inn í byrjunarlið danska stórveldisins. FCK/Gaston Szerman Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar. Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar.
Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira