Stórefla þarf löggæsluna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Lögreglan Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur réttarkerfið verið afgangsstærð í stjórnarráðinu. Á höfuðborgarsvæðinu eru lögreglumenn svo fáir að það hefur áhrif á störf og öryggi þeirra. Árið 2007 var nýtt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu stofnað. Þá störfuðu þar 339 lögreglumenn. Svæði embættisins þjónar í dag um 250.000 íbúum landsins. Færri lögreglumenn en árið 2007 Eins og gildir um allar höfuðborgir eru verkefnin mörg, fjölbreytt og sum hver mjög þung. Hér um mikil umferð með tilheyrandi verkefnum á því sviði. Hingað koma næstum allir ferðamenn sem sækja landið heim með tilheyrandi álagi. Miðborginni fylgir næturlíf og þegar líða tekur á nóttina fylgir því erill, útköll og ofbeldi. Hér er stjórnsýsla landsins og hér eru öll erlend sendiráð. Síðast en ekki síst hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá því að sameinað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007. Þessum aukna fólksfjölda hefur hins vegar ekki verið fylgt eftir með því að efla löggæsluna til samræmis. Einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa Árið 2023 hafði lögreglumönnum embættisins fækkað og voru orðnir 297 talsins, frá því að hafa verið 339 í upphafi. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að svo mikil fækkun hafi orðið í lögreglunni á þessu fjölmennasta svæði landsins, þangað sem um 75-80% hegningarlagabrota á landinu koma til meðferðar. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sem sagt fækkað umtalsvert á sama tíma og gífurleg fólksfjölgun hefur orðið og mikil aukning ferðamanna. Og á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er veruleiki á Íslandi og rannsóknir sakamála flóknari en áður. Árið 2022 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu um 1,2 lögreglumaður á hverja eitt þúsund íbúa. Til að hlutfallið yrði til svipað og hjá þeim embættum sem eru með næst lægsta hlutfallið á landinu þyrfti að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í kringum 200. Breytt landslag Það er staðreynd að í öðrum löndum er hlutfall lögreglumanna hærra í höfuðborgum en landsbyggð. Svo er ekki hér á landi. Landsbyggðin á Íslandi er hins vegar sannarlega ekki ofalin í þessu sambandi enda er löggæslan yfir landið allt of fámenn. Umdæmi lögreglunnar víða um land eru stór og víðfeðm og þyrfti að gera betur þar. Árið 2020 var fjöldi lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa árið næst lægstur á Íslandi í samanburði við 32 önnur Evrópuríki. Staðan í alþjóðlegum samanburði er þess vegna ekki góð. Fjöldi lögreglumanna á Íslandi er sjálfstætt vandamál. Hann er vandamál fyrir öryggi landsmanna og öryggi lögreglumanna sjálfra. Viðreisn hefur vakið athygli á mikilvægi þess að réttarkerfið fái stuðning í fjárveitingum. Við höfum ítrekað rætt um málsmeðferðartíma í kerfinu, stöðu lögreglunnar og í fangelsum landsins. Ég mun í dag ræða um mönnun lögreglu og biðtíma eftir afplánun í fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi. Lögreglan hefur notið mikils trausts hjá almenningi samkvæmt ítrekuðum könnunum, sem er á skjön við það sem stundum mætti ætla mætti af umfjöllun um lögreglu. Lögregla nýtur hins vegar trausts almennings og hún á njóta velvilja stjórnvalda í mikilvægum störfum sínum fyrir öryggi fólksins í landinu. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að stórefla löggæsluna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavík.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun