Sigurbjörn Árni fór á kostum í lýsingu á Íslandsmeti Baldvins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 09:31 Sigurbjörn Árna Arngrímsson og Baldvin Þór Magnússon fóru báðir á kostum í gær. Samsett/Vilhelm og icelandathletics Baldvin Þór Magnússon bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær og ekki skemmdi fyrir að hann sló metið á Íslandi og að Sigurbjörn Árna Arngrímsson var að lýsa hlaupinu. Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira
Baldvin hefur sett mörg Íslandsmet á síðustu árum en hann hefur verið að slá metin erlendis þar sem hann hefur verið við nám. Nú var hann nýkominn heim úr æfingabúðum í Kenía og keppti í Laugardalshöllinni. Hann fékk héra frá Noregi og það var allt gert til þess að metið myndi falla. Baldvin stóðst pressuna og hljóp 1.500 metrana frábærlega. Hann sló ekki aðeins Íslandsmet Jón Diðrikssonar frá 1980 heldur bætti hann það um fjórar sekúndur. Sigurbjörn Árni fór líka á kostum í lýsingunni á hlaupinu en skólameistarinn á Laugum er þekktur fyrir frábærar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá mótinu og hefur nú sett inn klippu með metinu í lýsingu Sigurbjörns Árna. „Hvor þeirra verður sterkari. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann, hugsaðu um tímann,“ sagði Sigurbjörn þegar honum fannst Baldvin vera að hægja aðeins ferðina en var fljótur að átta sig á því að metið var að falla. „Þetta verður Íslandsmet! Þið munið sjá Íslandsmet hér. Baldvin Þór Magnússon setur hér Íslandsmet,“ sagði Sigurbjörn í lýsingunni. „Þetta er alveg geggjað? Algjörlega geggjað. Jahérna hér,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá brot úr henni hér fyrir neðan. Baldvin Þór Magnússon setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla innanhúss á Reykjavíkurleikunum. Hann sló 44 ára gamalt met. Ekki vera að líta yfir! Hugsaðu um tímann! Þetta verður Íslandsmet! Hér er lokaspretturinn þar sem Sigurbjörn Árni fer á kostum pic.twitter.com/HMCfzhQOBn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 4, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Sjá meira