Kristian hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Ajax þetta tímabilið og skorað sex mörk í 15 deildarleikjum. Í janúar skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt og hlaut að launum téða nafnbót en Kristian er fæddur árið 2004 og varð tvítugur þann 23. janúar.
Kristian Hlynsson is talent van de maand januari
— ESPN NL (@ESPNnl) February 2, 2024
Gengi Ajax var hræðilegt framan af tímabili en algjör viðsnúningur hefur orðið á því síðustu vikur og á Kristian án vafa sinn þátt í því.
Ajax, sem situr nú í 5. sæti deildarinnar og hefur unnið þrjá leiki í röð, tekur á móti toppliði PSV klukkan 19:00 í kvöld.