Málið sem skekið hefur Skeifuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2024 10:46 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Diego Skeifuköttur á ólöglegu flandri í versluninni og Hermann Valsson, aðdáandi Diegos. Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga. Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“ Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Skeifukötturinn Diego er flestum kunnugur. Hann venur komur sínar einkum í ritfangaverslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann hefur það yfirleitt mjög huggulegt ofan á blaðabunkum. Diego var einmitt á sínum stað í búðinni þegar fréttamaður vitjaði hans í gær. Diego hefur einnig gert sig heimakominn á Dominos og í Hagkaup, svo dæmi séu tekin, og hvar sem hann kemur virðist sem honum sé tekið fagnandi. Nú í vikunni bar þó á alvarlegum efasemdum um áðurnefnda fullyrðingu meðal aðdáenda Diegos, sem skipta þúsundum, eftir að Hagkaup setti kettinum stólinn fyrir dyrnar. Hann væri ekki lengur velkominn inni í versluninni. Diego í A4 í gær.Vísir/Steingrímur Dúi Diego, sem hefur aðallega dvalið í anddyri búðarinnar, hefur nefnilega verið að færa sig upp á skaftið, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Þar má meðal annars sjá Diego virða fyrir sér kælivöruna af athygli, kíkja á nærfataútstillingar og bera sig eftir harðfiski af áræðni. Hegðun sem Heilbrigðiseftirlitið getur ekki sætt sig við. „Hundar og kettir mega ekki vera á röltinu um matvöruverslanir og eftir því verðum við að fara. Þess vegna erum við að reyna að herða á þessu og það er erfitt að tala við kött og segja hvað má og hvað ekki, hann skilur þetta ekki alltaf. En hann er áfram velkominn, og það er kannski misskilningur að við værum að henda honum út á gaddinn. En hann má áfram vera hér í anddyrinu og hér er heitt og fínt,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. „Okkur þykir vænt um hann og hann er orðinn svona einn af okkur. En um hann gilda reglur eins og aðra starfsmenn, um hvað þú mátt og hvað ekki.“ Verslar eingöngu vegna Diegos Aðdáendur Diegos geta því andað léttar. Honum er áfram frjálst að hreiða um sig á moldarpokum í anddyri Hagkaups. Af umræðu síðustu daga má svo ráða að hollvinir Diegos séu á einu máli; fyrirtæki í Skeifunni skuli hlúa vel að kisa. Þau eigi honum margt að þakka. „Ég versla hérna mikið í Hagkaup og ég kom hérna í A4 og keypti prentarann minn, eingöngu út af honum,“ segir Hermann Valsson, einn aðdáenda Diegos. Auðheyrt er að Hermanni þykir vænt um köttinn. „Það sem maður getur sagt um Diego... Hann er, hann var og hann verður. Óbreyttur. Hann er merki um mennsku, mannúð. Hann er.“
Verslun Dýr Reykjavík Kettir Matvöruverslun Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Undrun og reiði meðal vina Diego Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. 1. febrúar 2024 10:42