Farangurskerra fauk á flugvél Icelandair í hríðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 21:05 Veðrið er búið að vera brjálað á Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag. Hviðurnar hafa náð upp í 36 metra á sekúndu og sitja farþegar fastir í flugvélinni sem átti að fara til Kaupmannahafnar klukkan 15:40 í dag. Flugvél Icelandair var á leið út á flugbraut þegar farangurskerra fauk utan í hreyfil hennar. Farþegar hafa verið í flugvélinni í rúma fimm tíma og komast ekki út vegna brjálaðs roks. Þá hefur öllum flugferðum Icelandair frá vellinum verið aflýst í kvöld vegna veðurs. „Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
„Við áttum að fara 15:40 og vorum að fara í pushback þegar hviðan kom sem gerði það að verkum að kerran fer utan í hreyfilinn,“ sagði Ársól Clara, einn af farþegum flugvélarinnar sem var á leið til Kaupmannahafnar. Kerran fór utan í flugvélina um fimm að sögn Ársólar og um hálftíma síðar var farþegum tilkynnt að skipta ætti um vél. „Um hálf átta fengum við að vita að það væri verið að aflýsa fluginu,“ sagði Ársól. Bíða enn í vélinni „Nú er beðið eftir því að vindurinn minnki til að hægt sé að koma stigaganginum að,“ sagði Ársól í samtali við blaðamann um tuttugu mínútur yfir átta. „Það var boðið upp á Corny en svo var maturinn tekinn út af því við ætluðum í aðra flugvél,“ sagði Ársól þegar blaðamaður spurði hvort farþegar hefðu fengið einhverjar veitingar í sárabætur á meðan þau biðu inni í vélinni. Ársól sagði farþega sallarólega og vegna aðstæðna hefðu þau fullan skilning á stöðunni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsbrot af veðrinu út um glugga flugvélarinnar. Öllum flugferðum Icelandair aflýst „Það er búið að vera snarvitlaust veður á Keflavíkurflugvelli. Búið að vera mikið rok, snjóél og blindhríð. Það hefur ekki skapast nægilegt færi til að gera vélar klárar,“ sagði Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, og bætti við „þetta eru níu flugferðir, á leiðinni út til Bandaríkjanna, London og Kaupmannahafnar.“ Þá hafi flugferðinni til Kaupmannahafnar bæði verið aflýst vegna farangursvagnsins sem fauk á flugvélina og vegna veðurs. „Það er miðað við fimmtíu hnúta, um 25 metra á sekúndu. Starfsemin á Keflavíkurvelli er miðuð við það. Það fór vel yfir 70 núna í kvöld. Það komu þessar svaka hríðir og rok,“ sagði hann um vindinn á vellinum. Er flugferðunum þá frestað eða aflýst? „Þessum ferðum er aflýst í kvöld og sömu ferðum til Íslands sem áttu að fara með sömu flugvélum. Svo verða farþegar bókaðir á aðrar flugferðir og við reynum að gera það sem allra fyrst,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira